Íslenski boltinn

Patrick með slitna hásin og verður frá út tíma­bilið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Patrick Pedersen var borinn af velli um miðjan seinni hálfleik. 
Patrick Pedersen var borinn af velli um miðjan seinni hálfleik.  vísir / ernir

Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingu.

Patrick féll til jarðar án snertingar og var borinn af velli. Valsmenn óttuðust hið versta, hann hefur verið að glíma við hásinarmeiðsli í sumar og þjálfari þeirra, Srdjan Tufegdzic, staðfesti slæmu tíðindin í viðtali eftir leik.

„Hann sleit hásin. Því miður fyrir okkur og fyrir íslenskan fótbolta almennt“ sagði Túfa um meiðsli markahæsta leikmanns efstu deildar frá upphafi, sem hefur skorað átján mörk í deildinni í sumar og var á góðri leið með að bæta markamet Benónýs Breka. 

„Þessi strákur á þetta ekki skilið. Þvílíkur karakter, þvílíkur leiðtogi og þvílíkur leiðtogi. Lendir í því versta fyrir fótboltamann að lenda í, svona stór meiðsli, en ég veit að hann ætlar að finna styrk og við munum standa með honum“ sagði Túfa. 

Áfallið var óneitanlega heilmikið fyrir Val, að missa Patrick út úr leiknum hafði mikil áhrif og sömuleiðis er liðið að missa sinn besta sóknarmann út úr baráttunni um Bestu deildina.

„Það er enginn vafi á því, þetta er erfiðasta tilfinning í heiminum… Við munum nota þessa sorg til að þjappa okkur saman, halda áfram að gera rétta hluti. Við værum ekki hér og við værum ekki á toppnum á deildinni ef við værum ekki að gera rétta hluti“ sagði Túfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×