„Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:04 Patrick Pedersen skoraði að meðaltali mark í leik eða þar um bil, í sumar. vísir Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. Valsmönnum tókst að vinna 4-3 sigur gegn Aftureldingu í gær, í fyrsta leik eftir tapið gegn Vestra í bikarúrslitaleiknum, þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Jónatan Ingi Jónsson, Aron Jóhannsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu allir, sem og Markus Nakkim, og það er ljóst að meira mun mæða á þeim í markaskorun á næstunni ætli Valur sér að landa Íslandsmeistaratitlinum. Patrick var búinn að skora 18 mörk í 19 leikjum og hjálpaði Val í gegnum erfiðan kafla í upphafi tímabils: „Hann tók bara að sér að skora mörkin og var „á eldi“. Það er ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó, í hans stöðu, því þetta er mesti markaskorari í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni í gær, rétt eftir leik Vals og Aftureldingar. Sagðist Ólafur þar hafa séð tvær hliðar á Valsliðinu en að Jónatan og Tryggvi hefðu „stigið upp“. Rökrétt að hafa Tryggva fremst frekar en Aron Þá var sá möguleiki ræddur að Aron Jóhannsson, sem á sínum tíma raðaði inn mörkum sem framherji í sterkum deildum í Evrópu, færi í fremstu víglínu í stað Patricks: „Ef þú spyrð mig þá hefði ég ekki gert það. Mér fannst rökréttari breyting að setja Tryggva fram,“ sagði Baldur Sigurðsson og hélt áfram: „Hins vegar er ég sammála því að hafa Aron framar. Spila í „tíunni“ eins og í kvöld. Komast nær teignum. Þetta var ekkert erfiðasta mark í heimi sem hann skoraði en hann hefur róna, yfirsýnina og gæðin til að vera rólegur í þessu færi og klára það. Hann er með gæðin til að vera þarna í holunni og mata leikmenn, þegar hann fær boltann í þröngt svæði milli varnar og miðju. Mér fannst rökrétt hjá Túfa að stilla upp eins og hann gerði í kvöld,“ sagði Baldur. „Sammála. Hann er á þessum stað á ferlinum. Hann hefur ekki það að geta ógnað inn fyrir, en hann getur komið í seinni bylgjunni,“ sagði Ólafur og bætti við: „Tryggvi steig ekkert sérstaklega inn í þetta hlutverk í bikarúrslitaleiknum en þetta var annað í dag.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Valsmönnum tókst að vinna 4-3 sigur gegn Aftureldingu í gær, í fyrsta leik eftir tapið gegn Vestra í bikarúrslitaleiknum, þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Jónatan Ingi Jónsson, Aron Jóhannsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu allir, sem og Markus Nakkim, og það er ljóst að meira mun mæða á þeim í markaskorun á næstunni ætli Valur sér að landa Íslandsmeistaratitlinum. Patrick var búinn að skora 18 mörk í 19 leikjum og hjálpaði Val í gegnum erfiðan kafla í upphafi tímabils: „Hann tók bara að sér að skora mörkin og var „á eldi“. Það er ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó, í hans stöðu, því þetta er mesti markaskorari í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni í gær, rétt eftir leik Vals og Aftureldingar. Sagðist Ólafur þar hafa séð tvær hliðar á Valsliðinu en að Jónatan og Tryggvi hefðu „stigið upp“. Rökrétt að hafa Tryggva fremst frekar en Aron Þá var sá möguleiki ræddur að Aron Jóhannsson, sem á sínum tíma raðaði inn mörkum sem framherji í sterkum deildum í Evrópu, færi í fremstu víglínu í stað Patricks: „Ef þú spyrð mig þá hefði ég ekki gert það. Mér fannst rökréttari breyting að setja Tryggva fram,“ sagði Baldur Sigurðsson og hélt áfram: „Hins vegar er ég sammála því að hafa Aron framar. Spila í „tíunni“ eins og í kvöld. Komast nær teignum. Þetta var ekkert erfiðasta mark í heimi sem hann skoraði en hann hefur róna, yfirsýnina og gæðin til að vera rólegur í þessu færi og klára það. Hann er með gæðin til að vera þarna í holunni og mata leikmenn, þegar hann fær boltann í þröngt svæði milli varnar og miðju. Mér fannst rökrétt hjá Túfa að stilla upp eins og hann gerði í kvöld,“ sagði Baldur. „Sammála. Hann er á þessum stað á ferlinum. Hann hefur ekki það að geta ógnað inn fyrir, en hann getur komið í seinni bylgjunni,“ sagði Ólafur og bætti við: „Tryggvi steig ekkert sérstaklega inn í þetta hlutverk í bikarúrslitaleiknum en þetta var annað í dag.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira