Valur

Fréttamynd

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lovísa í norsku úrvalsdeildina

Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Þriggja marka sigur Vals dugði ekki

Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“

Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Þau verða ekki fjöl­skyldan mín í leiknum“

„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Handbolti
Fréttamynd

Finnur útskýrir fjarveru sína

Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

Körfubolti