Arnar braut engar reglur og Víkingar sleppa við refsingu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 19:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Víkinga hlýtur enga refsingu vegna samskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins við varamannabekk Víkinga í leik gegn Val þann 20. ágúst. Arnar var í leikbanni í leiknum. KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira