Valur

Fréttamynd

„Drungilas er gríðarlega heppinn“

Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ítalskur níð­söngur á Hlíðar­enda

Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú.

Körfubolti
Fréttamynd

Hættir sem þjálfari Ís­lands­meistara Vals

Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mér finnst við eiga mikið inni“

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“

„Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„FH spurði mig ekkert að því“

„Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn