Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari félags sem svífst einskis til að ná árangri“ Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2024 10:30 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu gegn Stjörnunni á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.umferðar Bestu deildar karla síðastliðið föstudagskvöld og sitja Valsmenn því aðeins með fjögur stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfirstandandi tímabili. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik og var staða hans til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær. „Hann er þjálfari hjá félagi sem svífst einskis til að ná árangri. Þeir ætla að vinna og verða Íslandsmeistarar,“ sagði umsjónarmaður Stúkunnar, Guðmundur Benediktsson, er hann hóf umræðuna um samstarf Arnars og Vals. „Þeir eru tilbúnir að ná í þá leikmenn sem þeir telja að þeir þurfi. Það er engu til sparað til þess að gera það. Arnar var illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik. Hann var pirraður, sem er eðlilegt. Þeir töpuðu leiknum. Hann var pirraður yfir því að tvo leiki í röð var hans lið ekki búið að gera það sem að þeir vilja gera. Er Arnar að finna fyrir pressunni sem þjálfari Vals?” spurði Guðmundur Benediktsson og beindi spurningunni til sérfræðinganna í setti, Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. „Já. Ég held að það útskýri hvernig hann svarar þessu,“ svaraði Baldur Sigurðsson. „Það hvernig hann kemur út úr þessum viðtölum litist af því að hann sé undir pressu. Þetta hefur áhrif. Umræðan hefur áhrif. Þetta hefur áhrif inn í hópinn og smitast þá einhver pressa inn í hópinn? Hann þarf bara að læra af þessu.“ Atli Viðar var að ósammála greiningu kollega síns og sagði sína tilfinningu þá að Arnar væri bara fyrst og fremst pirraður yfir því að tapa umræddum leik gegn Stjörnunni. „Það var hasar þarna síðustu mínúturnar. Það eru allir þjálfarar undir pressu. Flest allir þjálfarar eru pirraðir eftir að hafa tapað leik. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því að pressan sé að ná til hans.“ Umræðuna um Arnar Grétarsson og Val í Stúkunni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Stúkan: Finnur Arnar fyrir pressunni hjá Val? Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
„Hann er þjálfari hjá félagi sem svífst einskis til að ná árangri. Þeir ætla að vinna og verða Íslandsmeistarar,“ sagði umsjónarmaður Stúkunnar, Guðmundur Benediktsson, er hann hóf umræðuna um samstarf Arnars og Vals. „Þeir eru tilbúnir að ná í þá leikmenn sem þeir telja að þeir þurfi. Það er engu til sparað til þess að gera það. Arnar var illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik. Hann var pirraður, sem er eðlilegt. Þeir töpuðu leiknum. Hann var pirraður yfir því að tvo leiki í röð var hans lið ekki búið að gera það sem að þeir vilja gera. Er Arnar að finna fyrir pressunni sem þjálfari Vals?” spurði Guðmundur Benediktsson og beindi spurningunni til sérfræðinganna í setti, Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. „Já. Ég held að það útskýri hvernig hann svarar þessu,“ svaraði Baldur Sigurðsson. „Það hvernig hann kemur út úr þessum viðtölum litist af því að hann sé undir pressu. Þetta hefur áhrif. Umræðan hefur áhrif. Þetta hefur áhrif inn í hópinn og smitast þá einhver pressa inn í hópinn? Hann þarf bara að læra af þessu.“ Atli Viðar var að ósammála greiningu kollega síns og sagði sína tilfinningu þá að Arnar væri bara fyrst og fremst pirraður yfir því að tapa umræddum leik gegn Stjörnunni. „Það var hasar þarna síðustu mínúturnar. Það eru allir þjálfarar undir pressu. Flest allir þjálfarar eru pirraðir eftir að hafa tapað leik. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því að pressan sé að ná til hans.“ Umræðuna um Arnar Grétarsson og Val í Stúkunni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Stúkan: Finnur Arnar fyrir pressunni hjá Val?
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira