KR

Fréttamynd

Fullyrðir að Óskar Örn sé búinn að semja við Stjörnuna

Í gær var greint frá því að einn reyndasti leikmaður KR-inga, Óskar Örn Hauksson, væri líklega á leið í Stjörnuna eftir fimmtán tímabil með Vesturbæjarliðinu. Nú fullyrða ýmsir að Óskar hafi skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Kristófer gengur í raðir KR

KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir

KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilja kjarna­þjónustu í hús­næði við ný í­þrótta­mann­virki KR

Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. 

Innlent
Fréttamynd

Aníta og Óskar stýra Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fær markvörð Fylkis

Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er genginn í raðir KR frá Fylki. Hann skrifaði undir samning við Vesturbæjarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum

KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega.

Körfubolti