
Líkleg tölvuárás á Toyota
Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði.
Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.
Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði.
Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun.
Á vormánuðum 2024 hafði Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, samband við bílaumboðið Heklu vegna Skoda Octavia bíls sem konan hans hafði keypt nýjan árið 2003. Kílómetramælir bílsins var að nálgast 1.000.000 kílómetra og var Jómundur að velta fyrir sér hvort mælirinn myndi fara aftur í núll eða hvort hann færi einfaldlega ekki lengra en í 999.999 því mælirinn er einungis með sex tölureiti.
Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur.
Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.
Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar.
„Þegar við frumsýnum svona flaggskip þá tjöldum við öllu til, þetta er goðsagnakenndur bíll sem á stóran stað í hjarta margra. Okkar markmið var að skapa hughrif og tilfinningar og það tókst. Fólk fékk gæsahúð,“ segir Sigrún Ágústa Helgudóttir, vörumerkjastjóri Mercedes-Benz, en hún fékk listræna stjórnandann Stellu Rósenkranz til að hanna opnunaratriði frumsýningar Öskju á rafmögnuðum G-Class.
Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af.
Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.
Fjölmenni mætti í Brimborg á fimmtudaginn þegar Volvo EX90 var kynntur með pompi og prakt en þessa sjö manna rafjeppa hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú er hægt að reynsluaka þessum bíl og upplifa lúxusinn.
Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum.
Það var enginn venjulegur dagur fyrir bílaáhugafólk hérlendis þegar Toyota á Íslandi frumsýndi með formlegum hætti Land Cruiser 250, laugardaginn 26. október. Fjöldi fólks fékk að prufukeyra tryllitækið og margar pantanir bárust þann daginn en bíllinn var til sýnis í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári.
Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur.
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla.
Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Maður sér og heyrir æskilegt séað allir landsmenn eigi að aka um á rafmagnsökutækjum til að vernda náttúruna, Ísland er hreinasta land í heimi er kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum.
Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent.
Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott.
Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.
Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis.
Á morgun, laugardaginn 9. nóvember, mun Hekla frumsýna nýjan Audi Q6 e-tron í sýningarsal Audi að Laugavegi 174, á milli kl. 12 og 16.
Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur þriggja bíla við Húnaver. Útkallið barst laust eftir klukkan fimm síðdegis og kom þyrlan á vettvang um hálfsjö.