Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8.1.2026 13:37
Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Toyotaárið byrjar næstkomandi laugardag með sýningu á fimm nýjum bílum sem komnir eru til landsins eða væntanlegir á árinu. Þetta er góður þverskurður af bílum sem henta til fjölbreyttra nota. Samstarf 8.1.2026 11:00
Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2.1.2026 12:45
Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Veraldlegir hlutir og lúxusmerki hafa aldrei heillað blaðamann sérstaklega mikið. Ég hef sjaldnast horft á dýra hluti með löngunaraugum nema í örfáum og mjög afmörkuðum tilfellum. Og einn þeirra heitir Range Rover. Það er eitthvað við þessa jeppa sem hefur heillað mig frá því ég var ungur drengur, jafnvel þótt ég hafi aldrei verið sérstakur áhugamaður um bíla. Samstarf 20. desember 2025 11:02
Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. Innlent 19. desember 2025 18:54
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19. desember 2025 12:32
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Innlent 18. desember 2025 18:59
Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar verða á næstunni teknir í notkun hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar Kynnisferða og Hagvagnar sjá um akstur vagnanna en samið var við félögin í fyrra. Í tilkynningu kemur fram að allur strætófloti fyrirtækjanna verður orðinn rafknúinn árið 2029. Innlent 18. desember 2025 16:00
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15. desember 2025 23:39
Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 11. desember 2025 09:55
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. Innlent 9. desember 2025 23:54
Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Forsvarsmenn sænsku bifreiðaframleiðendanna Volvo og Polestar hvetja yfirvöld í Brussel til að standa við bann gegn framleiðslu bensín- og dísil bíla, sem á að taka gildi 2035. Erlent 2. desember 2025 08:40
Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Viðskipti innlent 1. desember 2025 20:17
Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Viðskipti innlent 1. desember 2025 14:22
Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. Innlent 1. desember 2025 13:04
„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Innlent 28. nóvember 2025 22:47
Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Innlent 24. nóvember 2025 11:05
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20. nóvember 2025 08:02
Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Notkun mannkynsins á jarðefnaeldsneyti nær hámarki á þessum áratug ef ríki heims halda sig við þau loforð sem þau hafa gefið. Engu að síður stefnir í meiri hnattræna hlýnun en áður samkvæmt mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Erlent 12. nóvember 2025 12:11
Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Innlent 7. nóvember 2025 14:03
Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Skoðun 7. nóvember 2025 10:00
Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30. október 2025 11:57
Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig? Samstarf 22. október 2025 13:02
Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar. Innlent 21. október 2025 16:54