Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur

Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir sam­tal um Há­lendis­þjóð­garð hafa mis­tekist

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð

Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð.

Innlent
Fréttamynd

„Ísland vill sýna gott fordæmi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS

Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

„Vá stendur fyrir dyrum“

Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð.

Innlent
Fréttamynd

Sér­hags­munir í „upp­hæðum“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra.

Skoðun
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs

Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins

Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

„Lokaspretturinn er að hefjast“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

244 grá­sleppu­sjó­menn vilja setja tegundina í kvóta

Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar

Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 

Innlent
Fréttamynd

54 milljónir í upp­sagnar­styrki, endur­ráða alla og fjár­festa í um 600 bílum

Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni

Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn víðtækari en fréttir gefi til kynna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir stuðning við hugmyndir sínar um miðhálendisþjóðgarð víðtækari en fréttir gefi til kynna. Hann hyggst mæla fyrir frumvarpinu eftir helgi og er vongóður að það nái fram að ganga.

Innlent