Ýmis „óljósari“ atriði skýrð í nýjum þjónustusamningi við Ríkisútvarpið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir einnig að lögð verði áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi. Ríkisútvarpið muni verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum, áhersla verði lögð á varðveislu og miðlun efnis úr safni Ríkisútvarpsins, þjónustu við eldri borgara og þátttöku í þróun máltæknilausna. Í samningnum eru jafnframt skýrð ýmis atriði sem „óljósari“ voru í fyrri þjónustusamningum, að því er segir í tilkynningu, til dæmis skilgreining á sjálfstæðum framleiðendum, réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. Í sumar var fjallað ítarlega um vanefndir á þjónustusamningnum gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Útvarpsstjóri sagði fullyrðingar um vanefndir þó ekki standast. „Annars skal við framkvæmd markmiða í þjónustusamningi horft til framboðs á efni og áherslna í dagskrá annarra fjölmiðla og gætt að samkeppnissjónarmiðum, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjölmiðlar uppfylla ekki á markaðslegum forsendum,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra í tilkynningu að Ríkisútvarpið sé meðvitað um skyldur sínar gagnvart almenningi. Ríkisútvarpið muni áfram sinna sínum „sínum meginhlutverkum af metnaði og í þessum þjónustusamningi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við væntingar og óskir fólksins í landinu og stefnu Ríkisútvarpsins.“ Nýjan þjónustusamning Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins má nálgast í heild hér. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þar segir einnig að lögð verði áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi. Ríkisútvarpið muni verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum, áhersla verði lögð á varðveislu og miðlun efnis úr safni Ríkisútvarpsins, þjónustu við eldri borgara og þátttöku í þróun máltæknilausna. Í samningnum eru jafnframt skýrð ýmis atriði sem „óljósari“ voru í fyrri þjónustusamningum, að því er segir í tilkynningu, til dæmis skilgreining á sjálfstæðum framleiðendum, réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. Í sumar var fjallað ítarlega um vanefndir á þjónustusamningnum gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Útvarpsstjóri sagði fullyrðingar um vanefndir þó ekki standast. „Annars skal við framkvæmd markmiða í þjónustusamningi horft til framboðs á efni og áherslna í dagskrá annarra fjölmiðla og gætt að samkeppnissjónarmiðum, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjölmiðlar uppfylla ekki á markaðslegum forsendum,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra í tilkynningu að Ríkisútvarpið sé meðvitað um skyldur sínar gagnvart almenningi. Ríkisútvarpið muni áfram sinna sínum „sínum meginhlutverkum af metnaði og í þessum þjónustusamningi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við væntingar og óskir fólksins í landinu og stefnu Ríkisútvarpsins.“ Nýjan þjónustusamning Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins má nálgast í heild hér.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11