Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 14:44 Ingibjörg Þórðardóttir er ritari Vinstri grænna. Vinstri græn Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24