„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 12:35 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fordæmið sem Bjarni hefur sett geta haft gríðarlega slæm áhrif á samfélagið. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09
Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent