Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ræddu gang stjórnar­myndunar­við­ræðna

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf.

Innlent
Fréttamynd

VG í snúinni stöðu vegna heil­brigðis­mála

Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkis­stjórn haldi á­fram störfum sínum á næsta kjör­tíma­bili. For­menn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnar­myndunar­við­ræðurnar haldi á­fram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórn­mála­fræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnar­sátt­málann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar.

Innlent
Fréttamynd

„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“

Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Salan á Mílu á­sættan­leg að upp­fylltum á­kveðnum skil­yrðum

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila.

Innlent
Fréttamynd

„Langt síðan við hættum að horfa sér­stak­lega á smit­tölur“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hefur ekki á­hyggjur af því að verið sé að ráðast í af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum innan­lands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í sam­fé­laginu. Átta­tíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann

Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa.

Innlent
Fréttamynd

Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand.

Innlent
Fréttamynd

Hlé á stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag

For­menn ríkis­stjórnar­flokkanna taka sér hlé frá stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta stað­festir Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins og sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, við frétta­stofu.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsmál vega þungt í stjórnar­myndunar­við­ræðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu hafa kært talningu í Norð­vestur­kjör­dæmi

Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sögð leggja drög að til­slökunum

Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað.

Innlent
Fréttamynd

Gefa sér þann tíma sem þarf

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni afar spenntur fyrir heil­brigðis­málunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri.

Innlent