Hertar aðgerðir kynntar í dag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2021 07:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46