Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 13:06 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum 2019. Guðni Th. Jóhannesson fylgist vel með því hvernig stjónarmyndunarviðræðum líður en ýmsir furða sig á hægagangi sem einkennir viðræðurnar. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar. „Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
„Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira