Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 13:06 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum 2019. Guðni Th. Jóhannesson fylgist vel með því hvernig stjónarmyndunarviðræðum líður en ýmsir furða sig á hægagangi sem einkennir viðræðurnar. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar. „Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
„Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira