Leiðtogar 21. aldarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun