Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 11:47 Langur fundur var í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í gær sem skilar af sér greinargerð og mati á ágöllum kosninganna í Norvesturkjördæmi í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22