Dýraheilbrigði

Fréttamynd

MAST sviptir bændur leyfi til dýrahalds

Starfsmenn Matvælastofnunar hafa lagt fram beiðni til lögreglu um að ábúendur á bóndabæ á Vesturlandi verði meinað að hafa dýr í þeirra umsjá. Beiðnin byggir á lögum um velferð dýra en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að eftirlit á bænum hafi leitt í ljós óviðunandi ástand þar.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­setja endur í haust

Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust.

Erlent
Fréttamynd

Meint dýra­níð látið við­gangast í ára­raðir

Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“

Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda­dauði fugla á Faxa­flóa

Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig.

Innlent
Fréttamynd

Vonir um að út­breiðslan sé ekki mikil

Niður­stöður sem komnar eru úr greiningu riðu­sýna í Mið­fjarðar­hólfi vekja vonir um að út­breiðslan sé ekki mikil. Því er brýnt að hefta hana með fum­lausum við­brögðum og í því sam­bandi mikil­vægast að taka mögu­lega smit­bera úr um­ferð eins fljótt og hægt er.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur biður ráðherra um undanþágu til að geta hafið veiðar

Hvalur hf. hefur sótt um undanþágu frá starfsleyfi til ráðherra til að geta hafið starfsemi og hvalveiðar í sumar. Samkvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits þyrfti að gera úrbætur á frágangi við olíutank áður en slíkt yrði gefið út. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands telur samt ólíklegt að leyfið muni stranda á því.

Innlent
Fréttamynd

Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar

Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki laga­stoð til að stöðva hval­veiðar í sumar

Matvælaráðherra ítrekaði að hann teldi hendur sínar bundnar í að stöðva veiðar á langreyðum í sumar á fundi þingnefndar í morgun. Engin lagastoð væri fyrir því að afturkalla gildandi veiðileyfi. Enginn ákvörðun hafi verið tekin um veiðar á næsta ári en við blasi að endurskoða þurfi lög um hvalveiðar almennt.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarð­vík

Tæp­lega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávar­málinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarð­vík. Mein­dýra­eyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Mat­væla­stofnunar til rann­sóknar. Sér­fræðingar Mat­væla­stofnunar hafa áður viðrað á­hyggjur sínar af ó­út­skýrðum fjölda­dauða rita.

Innlent
Fréttamynd

Fara með hval­veiði­leyfi til EFTA

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við.

Innlent
Fréttamynd

Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð

Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar

Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust.

Innlent
Fréttamynd

Orð­laus yfir svörum vegna að­búnaðar hrossa á Vest­fjörðum

Dýra­vel­ferðar­sinni segir ó­líðandi að Mat­væla­stofnun hafi ekki gripið til að­gerða vegna endur­tekinna til­kynninga um slæman að­búnað hrossa á bæ í Arnar­firði. Þegar hún skoðaði að­stæður um helgina var hross fast í girðingu og lög­regla kölluð að bænum. Eig­andinn segir að stofnunin hafi gert sér að af­lífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi.

Innlent