„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2023 11:14 Féð var illa leikið, étið lifandi, eins og Sigríður kemst að orði. Sigríður Jónsdóttir „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar. Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar.
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira