Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 23:30 Fiskar með sár eftir laxalús í kvíum í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07
Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46