„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 12:34 Sigríður hefur deilt myndum frá leitinni á Facebook en hún segir öll hræin hafa verið með svipaða áverka. Sigríður Jónsdóttir „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. „Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“ Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14