Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi.

Erlent
Fréttamynd

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð

Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Innlent
Fréttamynd

Að afvopna kvíðann

Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví

Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 84 greindust innanlands í gær

Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð.

Innlent
Fréttamynd

Óbólusettir?

Morgunblaðið greindi frá því að um 40% þeirra sem hefðu lagst inn á Landspítalann í fjórðu COVID-19 bylgjunni væru óbólusettir. Orðið „óbólusettir“ samkvæmt orðabókinni malid.is þýðir „sá sem hefur ekki fengið bólusetningu“.

Skoðun
Fréttamynd

Hinn duldi faraldur

Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis

Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis.

Erlent
Fréttamynd

Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar

„Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu

Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tveir full­bólu­settir bættust á gjör­gæslu

Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur lands­manna kominn með Co­vid-kvíða

Kvíði lands­manna hefur aukist mikið sam­hliða vexti far­aldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Co­vid-19. Bið­listar eftir sál­fræði­að­stoð hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú.

Innlent