Alls eru 1.304 í einangrun hér á landi og fækkar því um 28 frá því í gær. 1.791 eru í sóttkví og eru það 51 færri en í gær. Einn greindist við landamæraskimun líkt og síðustu daga.
63 greindust smitaðir við einkennasýnatöku en 20 við sóttkvíar- eða handahófsskimun.
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 402,2 og því er ljóst að Ísland er áfram rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Alls voru 3.113 innanlandssýni tekin síðastliðinn sólarhring sem er svipaður fjöldi og dagana á undan. 324 sýni voru tekin við landamærin.
Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða lokatölur gærdagsins en samkvæmt verklagi almannavarna verða tölurnar næst uppfærðar á morgun.
Fréttin hefur verið uppfærð.