Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Leikskóli Seltjarnarness starfar á fjórum starfstöðvum: Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku sem standa á sömu lóð við Suðurströnd og leikskóladeildinni Holti í Seltjarnarneskirkju. Seltjarnarnes.is Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi. Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira