Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

128 greindust innan­lands

128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Innlent
Fréttamynd

Óttast einangrun á aðfangadag

Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 á Landspítala

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast bólusetja alla óbólusetta við komuna til Gana

Stjórnvöld í Gana hyggjast bólusetja alla borgara og íbúa landsins við komuna á flugvöllum frá og með mánudegi, ef þeir hafa ekki þegar þegið bóluefni. Þá verður þeim sem yfirgefa landið gert að framvísa sönnun um bólusetningu.

Erlent
Fréttamynd

Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári

Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

101 greindist innan­lands

101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 54 af þeim 101 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 54 prósent. 47 voru utan sóttkvíar, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum

Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Skólar í Fjarða­byggð á­fram lokaðir vegna fjölgunar smita

Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

149 greindust innan­lands

149 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 69 af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 80 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bólusett í Laugardalshöll fram að áramótum

Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum, alla virka daga nema 17. desember, á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Um er að ræða breytingu á fyrirhuguðu fyrirkomulagi en til stóð að flytja bólusetningarnar að Suðurlandsbraut um miðjan mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi.

Erlent