Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stefna ríkinu eftir andlát tveggja ára dóttur og örlög sjómanna sem hurfu Fimm klukkustundir liðu frá skoðun hjúkrunarfræðings og þar til tveggja ára stúlka lést úr Covid-19. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldarnir ætla að stefna ríkinu. Innlent 22.5.2024 18:00 Spenna við Svartsengi, hvalveiðar í uppnámi og flugvélar í beinni Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar þrátt fyrir að veiðitímabilið ætti að hefjast eftir einungis um hálfan mánuð. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2024 18:00 Handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og kjaradeila Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Innlent 20.5.2024 18:00 Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21 Þungar áhyggjur af þyngdarstjórnunarlyfjum Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 18.5.2024 18:20 Nota sykursýkislyf til að léttast og Rottweilerhundar bjóða í partý Íslendingum sem nota sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Innlent 17.5.2024 18:01 Vendingar í nýrri könnun og mannbjörg á ögurstundu Talsverðar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við rýnum í niðurstöðurnar og sýnum frá undirbúningi kappræðna efstu sex frambjóðenda, sem mætast strax eftir fréttir. Innlent 16.5.2024 18:10 Umferðarslys vegna símanotkunar, banatilræði að forsætisráðherra og mýflugnafaraldur Rekja má fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri. Allt að 200 slasast hérlendis vegna þessa á hverju ári. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.5.2024 18:01 Vonleysi veðmálanna og eiginmanni vísað úr landi Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2024 18:16 Þvingun úr landi og prestar í kisubúning Fórnarlambið í meintu frelsissviptingarmáli var þvingað til að fara úr landi af meintum gerendum sínum. Hann var sendur til Möltu en maðurinn er þarlendur ríkisborgari. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.5.2024 17:51 Meint frelsissvipting, brottvísun og vöggustofubörn Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Sveitarstjórinn segir samfélagið í áfalli vegna málsins. Innlent 12.5.2024 18:01 Vendingar í Eurovision höllinni og forsetakosningar Miklar vendingar hafa verið í Arena höllinni í Malmö í dag þar sem úrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Allt virtist ætla að sjóða upp úr eftir að Hollendingum var vikið úr keppni og fjórar þjóðir neituðu að taka þátt í fánaathöfn. Þá er norski stigakynnirinn hættur við að koma fram. Innlent 11.5.2024 18:02 Hræðsla við brottvísun, fylgi á fleygiferð og veðjað á leiki barna Duchenne-samtökin mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun tólf ára gamals palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en rætt verður við drenginn og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.5.2024 18:00 Dauð lömb á túni, árás á Rafah og Eurovision Ísraelsher gerði árás á austurhluta Rafah-borgar í morgun þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi stöðva vopnasendingar til Ísrael ef forsætisráðherra landsins fyrirskipar árás inn á Rhafah. Innlent 9.5.2024 18:01 Ný könnun, stýrivextir og umdeildasta sjónvarp landsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir. Innlent 8.5.2024 18:23 Júróvisíon í skugga stríðsreksturs og sársaukafullar uppsagnir Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon. Innlent 7.5.2024 17:53 Ákall frá föður látins fanga og beinagrindur á Bessastöðum Faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hann og formann Afstöðu um aðstæður fanga. Innlent 6.5.2024 17:39 Lífshættuleg meðhöndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.5.2024 18:00 Landsmenn ánægðir með frammistöðu Höllu Tómasdóttur í kappræðunum Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Í kvöldfréttunum á Stöð 2 heyrum við hljóðið í landsmönnum eftir forsetakappræður gærkvöldsins. Innlent 4.5.2024 18:09 Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00 Papa's Pizza, verkföll flugvallarstarfsmanna og óvæntur forsetaframbjóðandi Papa's Pizza í Grindavík opnaði dyr sínar að nýju eftir að hafa verið lokaður í meira en hálft ár. Einn eigendanna segir tíma til kominn að hægt verði að líta björtum augum til Grindavíkur. Við heimsækjum Papa's Pizza í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.5.2024 18:00 Jarðhræringar á Reykjanesi, flug til Færeyja og verkalýðsdagurinn Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði um stöðuna við Svartsengi. Innlent 1.5.2024 18:00 Ekkert eftirlit með veðmálasíðum, landris við Svartsengi og milljónasektir fyrir eldislax Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.4.2024 18:21 Ógild framboð, flug í lamasessi og draumaferð í Disney Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hefst í síðasta lagi á fimmtudag. Tveir frambjóðendur heltust úr lestinni í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnir Heimir Már Pétursson í kannanir sem gefa misjafna mynd af stöðunni. Innlent 29.4.2024 17:49 Íslandsferðin sem breyttist í martröð Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 18:06 Hættuástand í Grindavík og æsispennandi forsetakosningar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Innlent 27.4.2024 18:28 Mikil tíðindi í glænýrri könnun Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur. Innlent 26.4.2024 18:00 Forsetaslagurinn, leit að eiganda fjármuna og rjómablíða Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu. Innlent 25.4.2024 18:00 Kári Stefánsson, ákall um vaxtalækkun og hinsegin list Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega. Innlent 24.4.2024 18:01 Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum. Innlent 23.4.2024 18:01 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 65 ›
Stefna ríkinu eftir andlát tveggja ára dóttur og örlög sjómanna sem hurfu Fimm klukkustundir liðu frá skoðun hjúkrunarfræðings og þar til tveggja ára stúlka lést úr Covid-19. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldarnir ætla að stefna ríkinu. Innlent 22.5.2024 18:00
Spenna við Svartsengi, hvalveiðar í uppnámi og flugvélar í beinni Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar þrátt fyrir að veiðitímabilið ætti að hefjast eftir einungis um hálfan mánuð. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2024 18:00
Handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og kjaradeila Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Innlent 20.5.2024 18:00
Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21
Þungar áhyggjur af þyngdarstjórnunarlyfjum Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 18.5.2024 18:20
Nota sykursýkislyf til að léttast og Rottweilerhundar bjóða í partý Íslendingum sem nota sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Innlent 17.5.2024 18:01
Vendingar í nýrri könnun og mannbjörg á ögurstundu Talsverðar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við rýnum í niðurstöðurnar og sýnum frá undirbúningi kappræðna efstu sex frambjóðenda, sem mætast strax eftir fréttir. Innlent 16.5.2024 18:10
Umferðarslys vegna símanotkunar, banatilræði að forsætisráðherra og mýflugnafaraldur Rekja má fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri. Allt að 200 slasast hérlendis vegna þessa á hverju ári. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.5.2024 18:01
Vonleysi veðmálanna og eiginmanni vísað úr landi Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2024 18:16
Þvingun úr landi og prestar í kisubúning Fórnarlambið í meintu frelsissviptingarmáli var þvingað til að fara úr landi af meintum gerendum sínum. Hann var sendur til Möltu en maðurinn er þarlendur ríkisborgari. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.5.2024 17:51
Meint frelsissvipting, brottvísun og vöggustofubörn Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Sveitarstjórinn segir samfélagið í áfalli vegna málsins. Innlent 12.5.2024 18:01
Vendingar í Eurovision höllinni og forsetakosningar Miklar vendingar hafa verið í Arena höllinni í Malmö í dag þar sem úrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Allt virtist ætla að sjóða upp úr eftir að Hollendingum var vikið úr keppni og fjórar þjóðir neituðu að taka þátt í fánaathöfn. Þá er norski stigakynnirinn hættur við að koma fram. Innlent 11.5.2024 18:02
Hræðsla við brottvísun, fylgi á fleygiferð og veðjað á leiki barna Duchenne-samtökin mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun tólf ára gamals palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en rætt verður við drenginn og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.5.2024 18:00
Dauð lömb á túni, árás á Rafah og Eurovision Ísraelsher gerði árás á austurhluta Rafah-borgar í morgun þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi stöðva vopnasendingar til Ísrael ef forsætisráðherra landsins fyrirskipar árás inn á Rhafah. Innlent 9.5.2024 18:01
Ný könnun, stýrivextir og umdeildasta sjónvarp landsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir. Innlent 8.5.2024 18:23
Júróvisíon í skugga stríðsreksturs og sársaukafullar uppsagnir Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon. Innlent 7.5.2024 17:53
Ákall frá föður látins fanga og beinagrindur á Bessastöðum Faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hann og formann Afstöðu um aðstæður fanga. Innlent 6.5.2024 17:39
Lífshættuleg meðhöndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.5.2024 18:00
Landsmenn ánægðir með frammistöðu Höllu Tómasdóttur í kappræðunum Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Í kvöldfréttunum á Stöð 2 heyrum við hljóðið í landsmönnum eftir forsetakappræður gærkvöldsins. Innlent 4.5.2024 18:09
Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00
Papa's Pizza, verkföll flugvallarstarfsmanna og óvæntur forsetaframbjóðandi Papa's Pizza í Grindavík opnaði dyr sínar að nýju eftir að hafa verið lokaður í meira en hálft ár. Einn eigendanna segir tíma til kominn að hægt verði að líta björtum augum til Grindavíkur. Við heimsækjum Papa's Pizza í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.5.2024 18:00
Jarðhræringar á Reykjanesi, flug til Færeyja og verkalýðsdagurinn Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði um stöðuna við Svartsengi. Innlent 1.5.2024 18:00
Ekkert eftirlit með veðmálasíðum, landris við Svartsengi og milljónasektir fyrir eldislax Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.4.2024 18:21
Ógild framboð, flug í lamasessi og draumaferð í Disney Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hefst í síðasta lagi á fimmtudag. Tveir frambjóðendur heltust úr lestinni í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnir Heimir Már Pétursson í kannanir sem gefa misjafna mynd af stöðunni. Innlent 29.4.2024 17:49
Íslandsferðin sem breyttist í martröð Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 18:06
Hættuástand í Grindavík og æsispennandi forsetakosningar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Innlent 27.4.2024 18:28
Mikil tíðindi í glænýrri könnun Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur. Innlent 26.4.2024 18:00
Forsetaslagurinn, leit að eiganda fjármuna og rjómablíða Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu. Innlent 25.4.2024 18:00
Kári Stefánsson, ákall um vaxtalækkun og hinsegin list Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega. Innlent 24.4.2024 18:01
Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum. Innlent 23.4.2024 18:01