Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segir að dregið hafi úr samkeppnishæfni Evrópusambandsins sem verði að auka samvinnu sína í harðnandi samkeppni við Kína, Indland og Bandaríkin. Hann ræddi mikilvægi EES-samningsins á opnum fundi umstöðu og horfur EES og innri markaðarins í dag.
Í kvöldfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra áfengisnetverslunarinnar Sante. Verslunin hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og er málið nú komið á borð ákærusviðs.
Heimsókn Vladimírs Pútín forseta Rússlands til Mongólíu hefur verið mótmælt þar í landi. Mongólía er aðildarríki að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútín, en hefur hundsað skipunina.