Innlent

Ráð­þrota móðir, um­töluð rann­sókn og skiltaþjófnaður

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir galið að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi hann komist í kynni við eldri stráka í mun verri málum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móðurina sem segir engin úrræði í boði fyrir drenginn sinn.

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur fellt niður rannsókn á byrlunarmálinu svokallaða þar sem sex blaðamenn voru með réttarstöðu sakbornings. Formaður Blaðamannafélags Íslands mætir í myndver og fer yfir málið í beinni.

Klippa: Kvöldfréttir 26. september 2024

Þá verður rætt við sérfræðing um mansalsmál sem hafa verið að koma upp á Íslandi og við kynnum okkur þjófnað á skiltum í Reykjavíkurborg. Auk þess kíkir Magnús Hlynur í sláturtíð og við verðum í beinni frá opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar RIFF og frá fjáröflun í Berginu Headspace.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×