Tíðindi í glænýrri könnun, innbrotafaraldur og biðin sem sligar fjölskyldur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2024 18:00 Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Talsverð tíðindi eru í glænýrri könnun Maskínu; þeirri fyrstu sem birtist eftir upphaf síðasta þingvetrar kjörtímabilsins. Heimir Már Pétursson rýnir í könnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við Svandísi Svavarsdóttur, formannsefni VG, sem telur rétt að stefna að kosningum í vor. Þá heyrum við í formönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í beinni útsendingu. Hátt í sex hundruð hafa farist í árásum Ísraelshers í Líbanon og leiðtogar vara við allsherjarstríði. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, mætir í myndver og fer yfir viðkvæma stöðu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við hittum konu sem þurfti að bíða í ár eftir NPA-þjónustu en hún segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu. Við sjáum myndefni úr öryggismyndavél og ræðum við lögreglu sem segir dæmi um að erlendir glæpahópar fái Íslendinga til þess að brjótast inn í búðirnar fyrir sig. Þá fer Kristján Már Unnarsson yfir stöðuna á smíði nýrrar Ölfusárbrúar sem er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka standi undir kostnaði auk þess sem við heyrum sögu kattar sem ferðaðist þvert yfir Bandaríkin til þess að komast heim til eigenda sinna. Í Sportpakkanum heyrum við í Hermanni Hreiðarssyni sem segist aldrei hafa misst trúna á því að ÍBV myndi koma sér upp í Bestudeildina og í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir í göngutúr um miðbæinn með arkitekt og skoðar nýbyggingar sem hann er hrifinn af. Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hátt í sex hundruð hafa farist í árásum Ísraelshers í Líbanon og leiðtogar vara við allsherjarstríði. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, mætir í myndver og fer yfir viðkvæma stöðu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við hittum konu sem þurfti að bíða í ár eftir NPA-þjónustu en hún segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu. Við sjáum myndefni úr öryggismyndavél og ræðum við lögreglu sem segir dæmi um að erlendir glæpahópar fái Íslendinga til þess að brjótast inn í búðirnar fyrir sig. Þá fer Kristján Már Unnarsson yfir stöðuna á smíði nýrrar Ölfusárbrúar sem er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka standi undir kostnaði auk þess sem við heyrum sögu kattar sem ferðaðist þvert yfir Bandaríkin til þess að komast heim til eigenda sinna. Í Sportpakkanum heyrum við í Hermanni Hreiðarssyni sem segist aldrei hafa misst trúna á því að ÍBV myndi koma sér upp í Bestudeildina og í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir í göngutúr um miðbæinn með arkitekt og skoðar nýbyggingar sem hann er hrifinn af. Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira