Innlent

Fjöl­skylda flug­manns vill að lög­regla rann­saki and­lát hans

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30. Vísir

Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair.

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum.

Þá skoðum við hræ ísbjarnarins sem skotinn var í gær, hittum bræður sem fögnuðu í dag saman hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtækinu og verðum í beinni útsendingu frá söngleikjatónleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×