Við förum yfir yfirlýsingu ríkissaksóknara í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við vararíkissaksóknara, sem viðurkennir ekki heimild yfirmanns síns til að áminna sig.
Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur inn í bæinn. Við verðum í beinni frá gosstöðvunum, þar sem land er byrjað að rísa að nýju.
Þá verður rætt við umhverfis- og orkumálaráðherra um harðar deilur sem nú standa um vindorkuver í Búrfelli. Við sýnum myndir frá aftakaveðri sem valdið hefur usla á Vestfjörðum og Norðurlandi og kíkjum á Café Atlanta í Kópavogi, þar sem staðan á Airbus-flugvélum Icelandair var kynnt fyrir áhugamönnum.
Loks verðum við í beinni útsendingu frá Draugasetrinu á Stokkseyri, þar sem aðdáendur glæpasagna taka þátt í spurningakeppni. Keppnin fer fram á sama tíma víðsvegar um landið nú síðdegis.
Í sportpakkanum heyrum við í Glódísi Perlu Viggósdóttur knattspyrnukonu sem tilnefnd var til Gullboltans í gær og í Íslandi í dag tekur Vala Matt hús á hjónum sem hafa hannað og innréttað smekklegt lítið sumarhús.