Körfuboltakvöld

Fréttamynd

„Fann að það héldu allir með okkur“

Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann er með vonir og væntingar heils bæjar­fé­lags á bakinu“

„Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss.

Körfubolti
Fréttamynd

„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“

Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál.

Körfubolti
Fréttamynd

Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum

Andri Már Eggertsson skellti sér á leik Álftaness og Stjörnunnar í Bónus-deild karla á föstudagskvöldið. Grannaslagur og mikið lagt í sölurnar hjá Álftnesingum. Hann fékk stemninguna beint í æð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

Körfubolti