Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2025 14:45 Keflvíkingar töpuðu með sannfærandi hætti fyrir Valsmönnum. vísir/anton Benedikt Guðmundsson grunar að jákvætt umtal hafi stigið liði Keflavíkur til höfuðs. Keflavík tapaði með tuttugu stiga mun fyrir Val, 111-91, í Bónus deild karla á fimmtudaginn. Keflvíkingar hafa átt fínt tímabil en gengið illa gegn sterkustu liðum deildarinnar. „Þeir vilja vinna þessa stóru leiki, toppslagi og eru búnir að tapa þessum leikjum gegn liðunum sem eru fyrir ofan,“ sagði Benedikt í Bónus Körfuboltakvöldi. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umtalið steig Keflavík til höfuðs Hann kveðst nokkuð viss um að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal síðustu vikna. „Ég er búinn að hugsa þetta með Keflavík. Mér finnst þetta vera klofinn persónuleiki. Ég held pottþétt að fyrir þennan leik hafi hæpið náð inn í liðið. Þetta gerist ansi oft og ótrúlega oft þegar lið fá þvílíka umfjöllun og það er verið að hrósa þeim. Þetta getur náð til liða og þau ná ekki lifa undir svona lofi,“ sagði Benedikt. Ekki tilbúinn með gæðastimpilinn Hann segir að Keflvíkingar eigi töluvert í land þegar kemur að varnarleiknum, sérstaklega utan Sláturhússins. „Keflavík á heimavelli er gott varnarlið. Keflavík á útivelli - þú minntist á að Valur skorar alltaf hundrað stig á þá í Valsheimilinu - og það eru fleiri lið. Þeir fá 22 stigum meira á sig á útivelli en heimavelli. Ég er ekki tilbúinn að setja gæðastimpilinn á að þeir séu frábært varnarlið því þú verður að geta gert þetta bæði heima og úti,“ sagði Benedikt. „Auðvitað færðu alltaf á þig fleiri stig úti en það er alltof mikill munur þarna á.“ Halldór Garðar Hermannsson og félagar í Keflavík taka á móti grönnum sínum í Njarðvík á fimmtudaginn.vísir/anton Benedikt kvaðst einnig hafa áhyggjur af því hver yrði aðalkarlinn í sóknarleik Keflavíkur þegar fer að vora og leikirnir verða stærri. Keflavík er í 4. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Tólf af þessum stigum hafa komið á heimavelli. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. 14. desember 2025 23:31 Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Álftanes var flengt fastar en nokkuð annað lið í sögu efstu deildar karla í körfubolta þegar Tindastóll kom í heimsókn í gærkvöldi. 13. desember 2025 12:06 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Keflavík tapaði með tuttugu stiga mun fyrir Val, 111-91, í Bónus deild karla á fimmtudaginn. Keflvíkingar hafa átt fínt tímabil en gengið illa gegn sterkustu liðum deildarinnar. „Þeir vilja vinna þessa stóru leiki, toppslagi og eru búnir að tapa þessum leikjum gegn liðunum sem eru fyrir ofan,“ sagði Benedikt í Bónus Körfuboltakvöldi. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umtalið steig Keflavík til höfuðs Hann kveðst nokkuð viss um að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal síðustu vikna. „Ég er búinn að hugsa þetta með Keflavík. Mér finnst þetta vera klofinn persónuleiki. Ég held pottþétt að fyrir þennan leik hafi hæpið náð inn í liðið. Þetta gerist ansi oft og ótrúlega oft þegar lið fá þvílíka umfjöllun og það er verið að hrósa þeim. Þetta getur náð til liða og þau ná ekki lifa undir svona lofi,“ sagði Benedikt. Ekki tilbúinn með gæðastimpilinn Hann segir að Keflvíkingar eigi töluvert í land þegar kemur að varnarleiknum, sérstaklega utan Sláturhússins. „Keflavík á heimavelli er gott varnarlið. Keflavík á útivelli - þú minntist á að Valur skorar alltaf hundrað stig á þá í Valsheimilinu - og það eru fleiri lið. Þeir fá 22 stigum meira á sig á útivelli en heimavelli. Ég er ekki tilbúinn að setja gæðastimpilinn á að þeir séu frábært varnarlið því þú verður að geta gert þetta bæði heima og úti,“ sagði Benedikt. „Auðvitað færðu alltaf á þig fleiri stig úti en það er alltof mikill munur þarna á.“ Halldór Garðar Hermannsson og félagar í Keflavík taka á móti grönnum sínum í Njarðvík á fimmtudaginn.vísir/anton Benedikt kvaðst einnig hafa áhyggjur af því hver yrði aðalkarlinn í sóknarleik Keflavíkur þegar fer að vora og leikirnir verða stærri. Keflavík er í 4. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Tólf af þessum stigum hafa komið á heimavelli. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. 14. desember 2025 23:31 Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Álftanes var flengt fastar en nokkuð annað lið í sögu efstu deildar karla í körfubolta þegar Tindastóll kom í heimsókn í gærkvöldi. 13. desember 2025 12:06 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
„Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. 14. desember 2025 23:31
Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Álftanes var flengt fastar en nokkuð annað lið í sögu efstu deildar karla í körfubolta þegar Tindastóll kom í heimsókn í gærkvöldi. 13. desember 2025 12:06