Erlendar Wenger og Pardew kærðir Enska knattspyrnusambandið hefur kært knattspyrnustjórana Arsene Wenger hjá Arsenal og Alan Pardew hjá West Ham fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni um helgina. Vallarverðir þurftu að skilja þá félaga í sundur og lá við handalögmálum. Þeir hafa frest til 23. nóvember til að svara fyrir sig. Enski boltinn 8.11.2006 14:47 Leiktíðinni lokið hjá Ameobi? Glenn Roeder, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Shola Ameobi þurfi líklega að fara til Ameríku í skurðaðgerð vegna þrálátra meiðsla á mjöðm sem hafa haldið framherjanum frá keppni í tvær vikur. Roeder segir að ef hann þurfi í uppskurðinn, þýði það væntanlega að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Enski boltinn 8.11.2006 14:40 Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn. Enski boltinn 8.11.2006 14:36 Ibrahimovic ekki í hópnum Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið. Fótbolti 7.11.2006 21:09 United úr leik - Hermann skaut Charlton áfram Deildarbikarmeistarar Manchester United eru úr leik í keppninni þetta árið eftir 1-0 tap gegn Southend. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu nauman sigur á Chesterfield eftir framlengdan leik og vítakeppni, en Hermann skoraði sigurmark Charlton í vítakeppninni. Enski boltinn 7.11.2006 22:58 Southend yfir gegn Man Utd Southend hefur yfir 1-0 á heimavelli sínum gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United hefur átt eitt skot í stöngina á marki Southend, sem á í vök að verjast eftir að Freddy Eastwood kom liðinu yfir á 27. mínútu. Enski boltinn 7.11.2006 20:54 Indiana - Philadelphia í beinni Leikur Indiana Pacers og Philadelphia 76ers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland á miðnætti í kvöld. Leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Philadelphia er eitt þriggja liða í NBA sem enn hafa ekki tapað leik og hefur þessi byrjun Philadelphia komið nokkuð á óvart. Körfubolti 7.11.2006 19:01 Verðum að taka leikinn við Southend alvarlega Alex Ferguson hefur varað leikmenn sína við því að ætla að vanmeta lið Southend þegar liðin mætast í deildarbikarnum í kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn. Hann segir leikinn við Crewe í síðustu umferð hafa undirstrikað að menn verði að vera fullkomlega einbeittir þó þeir spili gegn lægra skrifuðum andstæðingum. Enski boltinn 7.11.2006 18:47 Íhugaði að hætta í sumar Steve Bruce segist hafa íhugað alvarlega að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham í sumar eftir að lið hans féll úr úrvalsdeildinni. Lærisveinar hans mæta Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld og reyna þá að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar liðið tapaði 7-0 fyrir þeim rauðu. Enski boltinn 7.11.2006 18:08 Þjálfari dæmdur í lífstíðarbann Stanislav Bernikov, fyrrum þjálfari þriðjudeildarliðsins Metallurg Lipetsk í Rússlandi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá atvinnuknattspyrnu eftir að hafa ráðið handrukkara til að berja þrjá af fyrrum leikmönnum sínum hjá liðinu. Fótbolti 7.11.2006 16:33 Peningakast til rannsóknar Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham hafa fengið lögreglu að komast að því hver var að verki um helgina þegar smápeningi var kastað í höfuð Claus Jensen, leikmanns Fulham, í leik gegn Everton á laugardaginn. Svipað atvik átti sér stað í leik West Ham og Arsenal. Enski boltinn 7.11.2006 16:19 Ég er engin rolla Franski bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham vandar fyrrum félögum sínum í Rennes ekki kveðjurnar og segist hafa farið frá félaginu af því það kjósi að vera með viljalausa sauði í sínum röðum. Enski boltinn 7.11.2006 15:54 Southend - Man Udt í beinni í kvöld Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Southend og Man Utd sýndur beint á Sýn klukkan 19:50. Fleiri leikir fara fram í keppninni annað kvöld og þá verður slagur Birmingham og Liverpool sýndur á Sýn. Enski boltinn 7.11.2006 15:06 Dallas enn án sigurs Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Körfubolti 7.11.2006 14:35 Kemur Graham Poll til varnar Keith Hackett, yfirmaður dómarastéttarinnar á Englandi, hefur komið Graham Poll dómara til varnar eftir að einn leikmanna Chelsea hélt því fram að hann hefði sagst vera að "kenna Chelsea lexíu" með því að spjalda þá í leiknum gegn Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn 7.11.2006 14:17 Lýsir yfir stuðningi við Roeder Stjórnarformaður Newcastle segir að Glenn Roeder knattspyrnustjóri hafi fullan stuðning stjórnarinnar þrátt fyrir afleitt gengi liðsins það sem af er tímabils í ensku úrvalsdeildinni, en Newcastle hefur ekki unnið sigur í sjö leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Enski boltinn 7.11.2006 14:05 Diouf enn í vandræðum Knattspyrnumaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton Wanderers hefur verið handtekinn í kjölfar þess að konan hans sakaði hann um að leggja hendur á sig snemma á sunnudagsmorguninn. Diouf var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu en hann þarf að snúa aftur á lögreglustöðina á morgun og þá færst úr því skorið hvort hann verður kærður eða ekki. Enski boltinn 7.11.2006 13:49 Barcelona hirti öll verðlaunin Ronaldinho var valinn besti leikmaðurinn og Lionel Messi besti ungi leikmaðurinn þegar úrslit hinna árlegu FIFPro verðlauna voru gerð kunn í dag. Aukinheldur hlaut Samuel Eto´o, einnig leikmaður Barcelona, sérstök heiðursverðlaun sem veitt eru knattspyrnumanni sem hefur unnið framúrskarandi starf í þágu íþróttarinnar. Fótbolti 6.11.2006 19:51 Ætlar ekki að gefast upp Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur tjáð leikmönnum sínum að þeir verði að átta sig á því hvaða þýðingu það hefur fyrir þá að klæðast treyju félagsins. Roeder segir leikmenn hafa brugðist trausti stuðningsmanna. Enski boltinn 6.11.2006 17:16 Rijkaard hrósar Saviola Eiður Smári Guðjohnsen gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt í framlínu Barcelona, ef eitthvað er að marka orð Frank Rijkaard eftir jafnteflið gegn Deportivo um helgina. Hollenski þjálfarinn hrósar Argentínumanninum Javier Saviola, sem tók stöðu Eiðs í fremstu víglínu, fyrir góða frammistöðu. Fótbolti 6.11.2006 14:51 Cassano eða Eiður Smári? Enska slúðurblaðið News Of The World greinir frá því að Newcastle ætli sér að bjóða 11 milljónir punda í ítalska framherjann Antonio Cassano hjá Real Madrid þegar leikmannaglugginn opnar að nýju í janúar. Um helgina var Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Newcastle í nokkrum ensku blaðanna. Fótbolti 6.11.2006 10:49 Fyrsta tap Lakers LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia. Körfubolti 6.11.2006 10:57 Í viðræðum við Dynamo Kiev Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins. Fótbolti 6.11.2006 15:02 Sex lið eiga fulltrúa Vefmiðillinn Soccernet birtir ávallt á mánudögum lið vikunnar í enska boltanum. Að þessu sinni eiga aðeins sex félög í deildinni fulltrúa í liði vikunnar og ekkert þeirra fleiri en tvo leikmenn. Enski boltinn 6.11.2006 10:43 Rændur og barinn af þjófum í Róm Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff um leið vænt glóðurauga. Fótbolti 6.11.2006 10:33 Ólátabelgjum verður refsað Enska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn til að komast að því hverjir köstuðu smápeningum úr stúkunni í tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Á laugardag varð Claus Jensen, leikmaður Fulham, fyrir smápeningi og í gær fékk Robin van Persie hjá Arsenal aðskotahlut í höfuðið. Enski boltinn 6.11.2006 10:17 Vill ekki skrifa strax undir nýjan samning David Beckham, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og leikmaður Real Madrid á Spáni, vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fyrr en hann hefur náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik. Fótbolti 6.11.2006 10:07 Peningasekt er ekki nóg fyrir ríku liðin Lennart Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, vill að refsingum fyrir ríkari félög verði breytt ef þau fara yfir strikið. Fótbolti 5.11.2006 17:35 Elfsborg vann Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0. Fótbolti 5.11.2006 19:31 Við áttum skilið að vinna Robbie Keane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi einfaldlega átt sigurinn skilinn gegn Chelsea í dag. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki á sama máli. Enski boltinn 5.11.2006 19:34 « ‹ 90 91 92 93 94 95 96 97 98 … 264 ›
Wenger og Pardew kærðir Enska knattspyrnusambandið hefur kært knattspyrnustjórana Arsene Wenger hjá Arsenal og Alan Pardew hjá West Ham fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni um helgina. Vallarverðir þurftu að skilja þá félaga í sundur og lá við handalögmálum. Þeir hafa frest til 23. nóvember til að svara fyrir sig. Enski boltinn 8.11.2006 14:47
Leiktíðinni lokið hjá Ameobi? Glenn Roeder, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Shola Ameobi þurfi líklega að fara til Ameríku í skurðaðgerð vegna þrálátra meiðsla á mjöðm sem hafa haldið framherjanum frá keppni í tvær vikur. Roeder segir að ef hann þurfi í uppskurðinn, þýði það væntanlega að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Enski boltinn 8.11.2006 14:40
Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn. Enski boltinn 8.11.2006 14:36
Ibrahimovic ekki í hópnum Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið. Fótbolti 7.11.2006 21:09
United úr leik - Hermann skaut Charlton áfram Deildarbikarmeistarar Manchester United eru úr leik í keppninni þetta árið eftir 1-0 tap gegn Southend. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu nauman sigur á Chesterfield eftir framlengdan leik og vítakeppni, en Hermann skoraði sigurmark Charlton í vítakeppninni. Enski boltinn 7.11.2006 22:58
Southend yfir gegn Man Utd Southend hefur yfir 1-0 á heimavelli sínum gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United hefur átt eitt skot í stöngina á marki Southend, sem á í vök að verjast eftir að Freddy Eastwood kom liðinu yfir á 27. mínútu. Enski boltinn 7.11.2006 20:54
Indiana - Philadelphia í beinni Leikur Indiana Pacers og Philadelphia 76ers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland á miðnætti í kvöld. Leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Philadelphia er eitt þriggja liða í NBA sem enn hafa ekki tapað leik og hefur þessi byrjun Philadelphia komið nokkuð á óvart. Körfubolti 7.11.2006 19:01
Verðum að taka leikinn við Southend alvarlega Alex Ferguson hefur varað leikmenn sína við því að ætla að vanmeta lið Southend þegar liðin mætast í deildarbikarnum í kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn. Hann segir leikinn við Crewe í síðustu umferð hafa undirstrikað að menn verði að vera fullkomlega einbeittir þó þeir spili gegn lægra skrifuðum andstæðingum. Enski boltinn 7.11.2006 18:47
Íhugaði að hætta í sumar Steve Bruce segist hafa íhugað alvarlega að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham í sumar eftir að lið hans féll úr úrvalsdeildinni. Lærisveinar hans mæta Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld og reyna þá að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar liðið tapaði 7-0 fyrir þeim rauðu. Enski boltinn 7.11.2006 18:08
Þjálfari dæmdur í lífstíðarbann Stanislav Bernikov, fyrrum þjálfari þriðjudeildarliðsins Metallurg Lipetsk í Rússlandi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá atvinnuknattspyrnu eftir að hafa ráðið handrukkara til að berja þrjá af fyrrum leikmönnum sínum hjá liðinu. Fótbolti 7.11.2006 16:33
Peningakast til rannsóknar Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham hafa fengið lögreglu að komast að því hver var að verki um helgina þegar smápeningi var kastað í höfuð Claus Jensen, leikmanns Fulham, í leik gegn Everton á laugardaginn. Svipað atvik átti sér stað í leik West Ham og Arsenal. Enski boltinn 7.11.2006 16:19
Ég er engin rolla Franski bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham vandar fyrrum félögum sínum í Rennes ekki kveðjurnar og segist hafa farið frá félaginu af því það kjósi að vera með viljalausa sauði í sínum röðum. Enski boltinn 7.11.2006 15:54
Southend - Man Udt í beinni í kvöld Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Southend og Man Utd sýndur beint á Sýn klukkan 19:50. Fleiri leikir fara fram í keppninni annað kvöld og þá verður slagur Birmingham og Liverpool sýndur á Sýn. Enski boltinn 7.11.2006 15:06
Dallas enn án sigurs Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Körfubolti 7.11.2006 14:35
Kemur Graham Poll til varnar Keith Hackett, yfirmaður dómarastéttarinnar á Englandi, hefur komið Graham Poll dómara til varnar eftir að einn leikmanna Chelsea hélt því fram að hann hefði sagst vera að "kenna Chelsea lexíu" með því að spjalda þá í leiknum gegn Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn 7.11.2006 14:17
Lýsir yfir stuðningi við Roeder Stjórnarformaður Newcastle segir að Glenn Roeder knattspyrnustjóri hafi fullan stuðning stjórnarinnar þrátt fyrir afleitt gengi liðsins það sem af er tímabils í ensku úrvalsdeildinni, en Newcastle hefur ekki unnið sigur í sjö leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Enski boltinn 7.11.2006 14:05
Diouf enn í vandræðum Knattspyrnumaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton Wanderers hefur verið handtekinn í kjölfar þess að konan hans sakaði hann um að leggja hendur á sig snemma á sunnudagsmorguninn. Diouf var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu en hann þarf að snúa aftur á lögreglustöðina á morgun og þá færst úr því skorið hvort hann verður kærður eða ekki. Enski boltinn 7.11.2006 13:49
Barcelona hirti öll verðlaunin Ronaldinho var valinn besti leikmaðurinn og Lionel Messi besti ungi leikmaðurinn þegar úrslit hinna árlegu FIFPro verðlauna voru gerð kunn í dag. Aukinheldur hlaut Samuel Eto´o, einnig leikmaður Barcelona, sérstök heiðursverðlaun sem veitt eru knattspyrnumanni sem hefur unnið framúrskarandi starf í þágu íþróttarinnar. Fótbolti 6.11.2006 19:51
Ætlar ekki að gefast upp Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur tjáð leikmönnum sínum að þeir verði að átta sig á því hvaða þýðingu það hefur fyrir þá að klæðast treyju félagsins. Roeder segir leikmenn hafa brugðist trausti stuðningsmanna. Enski boltinn 6.11.2006 17:16
Rijkaard hrósar Saviola Eiður Smári Guðjohnsen gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt í framlínu Barcelona, ef eitthvað er að marka orð Frank Rijkaard eftir jafnteflið gegn Deportivo um helgina. Hollenski þjálfarinn hrósar Argentínumanninum Javier Saviola, sem tók stöðu Eiðs í fremstu víglínu, fyrir góða frammistöðu. Fótbolti 6.11.2006 14:51
Cassano eða Eiður Smári? Enska slúðurblaðið News Of The World greinir frá því að Newcastle ætli sér að bjóða 11 milljónir punda í ítalska framherjann Antonio Cassano hjá Real Madrid þegar leikmannaglugginn opnar að nýju í janúar. Um helgina var Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Newcastle í nokkrum ensku blaðanna. Fótbolti 6.11.2006 10:49
Fyrsta tap Lakers LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia. Körfubolti 6.11.2006 10:57
Í viðræðum við Dynamo Kiev Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins. Fótbolti 6.11.2006 15:02
Sex lið eiga fulltrúa Vefmiðillinn Soccernet birtir ávallt á mánudögum lið vikunnar í enska boltanum. Að þessu sinni eiga aðeins sex félög í deildinni fulltrúa í liði vikunnar og ekkert þeirra fleiri en tvo leikmenn. Enski boltinn 6.11.2006 10:43
Rændur og barinn af þjófum í Róm Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff um leið vænt glóðurauga. Fótbolti 6.11.2006 10:33
Ólátabelgjum verður refsað Enska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn til að komast að því hverjir köstuðu smápeningum úr stúkunni í tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Á laugardag varð Claus Jensen, leikmaður Fulham, fyrir smápeningi og í gær fékk Robin van Persie hjá Arsenal aðskotahlut í höfuðið. Enski boltinn 6.11.2006 10:17
Vill ekki skrifa strax undir nýjan samning David Beckham, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og leikmaður Real Madrid á Spáni, vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fyrr en hann hefur náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik. Fótbolti 6.11.2006 10:07
Peningasekt er ekki nóg fyrir ríku liðin Lennart Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, vill að refsingum fyrir ríkari félög verði breytt ef þau fara yfir strikið. Fótbolti 5.11.2006 17:35
Elfsborg vann Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0. Fótbolti 5.11.2006 19:31
Við áttum skilið að vinna Robbie Keane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi einfaldlega átt sigurinn skilinn gegn Chelsea í dag. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki á sama máli. Enski boltinn 5.11.2006 19:34