Handtekinn vegna gruns um líkamsárás

Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn.