Deildarbikarmeistarar Manchester United eru úr leik í keppninni þetta árið eftir 1-0 tap gegn Southend. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu nauman sigur á Chesterfield eftir framlengdan leik og vítakeppni, en Hermann skoraði sigurmark Charlton í vítakeppninni.
Newcastle sló Watford út í vítaspyrnukeppni eftir að staðan hafði verið jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og Wycombe sló Notts County úr keppni með 1-0 sigri á útivelli.