Íþróttir Höldum með Arsenal á morgun Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í grannaslagnum í Manchester í dag. United hafði sigur 3-1 og segir Ferguson liðið eiga að hafa reynslu til að verja forskot sitt á Chelsea áfram, en það er orðið 9 stig. Chelsea mætir Arsenal á morgun. Enski boltinn 9.12.2006 16:42 Pearce samur við sig Stuart Pearce, stjóri Manchester City, er ekki vanur að skafa af hlutunum og það gerði hann heldur ekki í dag þegar hann var spurður út í brottrekstur framherjans Bernardo Corradi fyrir leikaraskap á lokamínútum leiksins gegn Manchester United. Enski boltinn 9.12.2006 16:33 Kiel upp að hlið Flensburg á toppnum Kiel komst í dag upp að hlið Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið skellti Lemgo 37-30 á heimavelli sínum. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Þrír leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í kvöld. Handbolti 9.12.2006 16:16 Níu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Boston á útivelli 116-111. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix en Paul Pierce skoraði 36 stig fyrir Boston. Körfubolti 9.12.2006 15:54 Tottenham yfir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham hefur 2-1 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Dimitar Berbatov og Teemu Tainio komu heimamönnum í 2-0 en Michael Dawson jafnaði fyrir gestina með sjálfsmarki skömmu fyrir leikhlé. Enski boltinn 9.12.2006 15:49 Góður árangur hjá Erni Sundkappinn Örn Arnarson komst í morgun í undanúrslit í 100 metra fjórsundi á EM í Helsinki þegar hann kom þriðji í mark á tímanum 54,32 sek og bætt eigið Íslandsmet í greininni um rúma sekúndu. Sport 9.12.2006 15:32 United vann grannaslaginn Manchester United lagði granna sína í Manchester City 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney, Louis Saha og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk United en Hatem Trabelsi minnkaði muninn fyrir City - sem missti Bernardo Corradi af velli með rautt spjald á síðustu mínútunni. United hefur því náð 9 stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar. Enski boltinn 9.12.2006 14:48 Dramatískur sigur Flensburg Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta þegar liðið vann 10 marka sigur á Celje Lasko á heimavelli sínum 36-26. Celje vann fyrri leik liðanna einnig með 10 marka mun á heimavelli, en þýska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Handbolti 8.12.2006 22:23 Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. Enski boltinn 8.12.2006 21:00 Sacramento - Miami á Sýn í kvöld Leikur Sacramento Kings og Miami Heat frá því liðna nótt verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:25 eftir miðnætti. Þá verður leikur Milwaukee og Memphis sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt svo það er nóg um að vera á skjánum fyrir körfuboltaáhugamenn í kvöld. Körfubolti 8.12.2006 21:18 Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. Enski boltinn 8.12.2006 20:52 Iverson vill fara frá Philadelphia Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í NBA virðist nú loksins vera búinn að fá nóg af því að tapa og nú hafa þær fréttir lekið út í fjölmiðla að Iverson hafi formlega farið fram á það við forseta félagsins að fá að fara frá félaginu. Körfubolti 8.12.2006 18:03 Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. Fótbolti 8.12.2006 17:43 Skoraði 27 stig með vinstri Körfuboltagoðsögnin Larry Bird sem lék með Boston Celtics á árum áður varð fimmtugur í gær og í tilefni af því var heill dagur helgaður ferli þessa frábæra íþróttamanns á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Þar sögðu margir af félögum hans og keppinautum skemmtilegar sögur af honum. Körfubolti 8.12.2006 15:22 Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. Enski boltinn 8.12.2006 17:30 Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. Enski boltinn 8.12.2006 15:06 Birgir Leifur úr leik Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Alfred Dunhill mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk keppni í dag á þremur höggum yfir pari eða 75 höggum. Birgir kemst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu og lýkur keppni á 8 höggum yfir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. Golf 8.12.2006 17:13 Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. Enski boltinn 8.12.2006 14:27 Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. Enski boltinn 8.12.2006 14:57 Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. Enski boltinn 8.12.2006 14:34 Nýtt Íslandsmet hjá Ragnheiði Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR setti í morgun sitt annað Íslandsmet á EM í sundi í Helsinki þegar hún sló annað gamalt met sem hún átti sjálf. Ragnheiður synti 100 metra fjórsund á 1 mínútu 3,66 sekúndum en það dugði henni ekki til að komast í undanúrslit í greininni. Sport 8.12.2006 15:12 Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. Enski boltinn 8.12.2006 14:45 Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. Enski boltinn 8.12.2006 14:16 Birgir á pari á fyrstu 9 holunum Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú leikið fyrri 9 holurnar á öðrum hringnum á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku og er á pari vallar. Hann er því enn á fimm höggum yfir pari og þarf að leika fullkomlega á síðari 9 holunum til að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 8.12.2006 14:07 Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. Enski boltinn 8.12.2006 13:43 Þetta er besti leikur sem ég hef séð Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Körfubolti 8.12.2006 05:27 Klinsmann hafnar Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann gefur það út að hann ætli ekki að taka við stöðu landsliðsþjálfara bandaríska landsliðsins. Klinsmann átti fund með forráðamönnum knattspyrnusambandsins í gær en ákvað í dag að draga sig út úr viðræðunum og því verður lið Bandaríkjanna án þjálfara fram á nýtt ár. Fótbolti 7.12.2006 22:23 Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. Enski boltinn 7.12.2006 22:06 Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. Enski boltinn 7.12.2006 21:11 Montpellier burstaði Hauka Kvennalið Hauka í körfubolta tapaði í kvöld fyrir franska liðinu Montpellier 105-57 á Ásvöllum í Evrópukeppninni. Ifeoma Okonkwo skoraði 23 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst. Körfubolti 7.12.2006 21:01 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 334 ›
Höldum með Arsenal á morgun Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í grannaslagnum í Manchester í dag. United hafði sigur 3-1 og segir Ferguson liðið eiga að hafa reynslu til að verja forskot sitt á Chelsea áfram, en það er orðið 9 stig. Chelsea mætir Arsenal á morgun. Enski boltinn 9.12.2006 16:42
Pearce samur við sig Stuart Pearce, stjóri Manchester City, er ekki vanur að skafa af hlutunum og það gerði hann heldur ekki í dag þegar hann var spurður út í brottrekstur framherjans Bernardo Corradi fyrir leikaraskap á lokamínútum leiksins gegn Manchester United. Enski boltinn 9.12.2006 16:33
Kiel upp að hlið Flensburg á toppnum Kiel komst í dag upp að hlið Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið skellti Lemgo 37-30 á heimavelli sínum. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Þrír leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í kvöld. Handbolti 9.12.2006 16:16
Níu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Boston á útivelli 116-111. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix en Paul Pierce skoraði 36 stig fyrir Boston. Körfubolti 9.12.2006 15:54
Tottenham yfir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham hefur 2-1 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Dimitar Berbatov og Teemu Tainio komu heimamönnum í 2-0 en Michael Dawson jafnaði fyrir gestina með sjálfsmarki skömmu fyrir leikhlé. Enski boltinn 9.12.2006 15:49
Góður árangur hjá Erni Sundkappinn Örn Arnarson komst í morgun í undanúrslit í 100 metra fjórsundi á EM í Helsinki þegar hann kom þriðji í mark á tímanum 54,32 sek og bætt eigið Íslandsmet í greininni um rúma sekúndu. Sport 9.12.2006 15:32
United vann grannaslaginn Manchester United lagði granna sína í Manchester City 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney, Louis Saha og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk United en Hatem Trabelsi minnkaði muninn fyrir City - sem missti Bernardo Corradi af velli með rautt spjald á síðustu mínútunni. United hefur því náð 9 stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar. Enski boltinn 9.12.2006 14:48
Dramatískur sigur Flensburg Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta þegar liðið vann 10 marka sigur á Celje Lasko á heimavelli sínum 36-26. Celje vann fyrri leik liðanna einnig með 10 marka mun á heimavelli, en þýska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Handbolti 8.12.2006 22:23
Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. Enski boltinn 8.12.2006 21:00
Sacramento - Miami á Sýn í kvöld Leikur Sacramento Kings og Miami Heat frá því liðna nótt verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:25 eftir miðnætti. Þá verður leikur Milwaukee og Memphis sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt svo það er nóg um að vera á skjánum fyrir körfuboltaáhugamenn í kvöld. Körfubolti 8.12.2006 21:18
Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. Enski boltinn 8.12.2006 20:52
Iverson vill fara frá Philadelphia Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í NBA virðist nú loksins vera búinn að fá nóg af því að tapa og nú hafa þær fréttir lekið út í fjölmiðla að Iverson hafi formlega farið fram á það við forseta félagsins að fá að fara frá félaginu. Körfubolti 8.12.2006 18:03
Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. Fótbolti 8.12.2006 17:43
Skoraði 27 stig með vinstri Körfuboltagoðsögnin Larry Bird sem lék með Boston Celtics á árum áður varð fimmtugur í gær og í tilefni af því var heill dagur helgaður ferli þessa frábæra íþróttamanns á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Þar sögðu margir af félögum hans og keppinautum skemmtilegar sögur af honum. Körfubolti 8.12.2006 15:22
Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. Enski boltinn 8.12.2006 17:30
Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. Enski boltinn 8.12.2006 15:06
Birgir Leifur úr leik Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Alfred Dunhill mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk keppni í dag á þremur höggum yfir pari eða 75 höggum. Birgir kemst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu og lýkur keppni á 8 höggum yfir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. Golf 8.12.2006 17:13
Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. Enski boltinn 8.12.2006 14:27
Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. Enski boltinn 8.12.2006 14:57
Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. Enski boltinn 8.12.2006 14:34
Nýtt Íslandsmet hjá Ragnheiði Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR setti í morgun sitt annað Íslandsmet á EM í sundi í Helsinki þegar hún sló annað gamalt met sem hún átti sjálf. Ragnheiður synti 100 metra fjórsund á 1 mínútu 3,66 sekúndum en það dugði henni ekki til að komast í undanúrslit í greininni. Sport 8.12.2006 15:12
Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. Enski boltinn 8.12.2006 14:45
Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. Enski boltinn 8.12.2006 14:16
Birgir á pari á fyrstu 9 holunum Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú leikið fyrri 9 holurnar á öðrum hringnum á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku og er á pari vallar. Hann er því enn á fimm höggum yfir pari og þarf að leika fullkomlega á síðari 9 holunum til að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 8.12.2006 14:07
Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. Enski boltinn 8.12.2006 13:43
Þetta er besti leikur sem ég hef séð Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Körfubolti 8.12.2006 05:27
Klinsmann hafnar Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann gefur það út að hann ætli ekki að taka við stöðu landsliðsþjálfara bandaríska landsliðsins. Klinsmann átti fund með forráðamönnum knattspyrnusambandsins í gær en ákvað í dag að draga sig út úr viðræðunum og því verður lið Bandaríkjanna án þjálfara fram á nýtt ár. Fótbolti 7.12.2006 22:23
Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. Enski boltinn 7.12.2006 22:06
Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. Enski boltinn 7.12.2006 21:11
Montpellier burstaði Hauka Kvennalið Hauka í körfubolta tapaði í kvöld fyrir franska liðinu Montpellier 105-57 á Ásvöllum í Evrópukeppninni. Ifeoma Okonkwo skoraði 23 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst. Körfubolti 7.12.2006 21:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent