Íþróttir Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. Enski boltinn 10.12.2006 19:03 Auðvelt hjá Inter Inter Milan náði í dag 7 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar með auðveldum 3-0 sigri á Empoli, en Roma getur minnkað forskot liðsins með sigri á grönnum sínum í Lazio í kvöld. Hernan Crespo, Zlatan Ibrahimovic og Walter Samuel skoruðu mörk Inter í dag, en vandræði granna þeirra í AC Milan halda áfram eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Torino á San Siro. Fótbolti 10.12.2006 18:47 Örn fékk brons í flugsundi Örn Arnarson úr SH vann í dag til bronsverðlauna á EM í sundi sem fram fer í Helsinki. Örn synti 50 metra flugsund á 23,55 sekúndum og var þetta í þriðja sinn í dag sem kappinn bætir eigið Íslandsmet í greininni. Sport 10.12.2006 18:31 Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Enski boltinn 10.12.2006 17:56 HK skellti Íslandsmeisturunum HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram 32-29 í DHL deild karla í handbolta í Safamýri í dag. Valdimar Þórsson og Tomas Eitutis skoruðu 10 mörk hvor fyrir HK og Egidijus Petkevicius varði 22 skot í markinu en Andri Berg Haraldsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Handbolti 10.12.2006 17:36 Örn náði sjöunda sæti Sundkappinn Örn Arnarsson varð í dag í sjöunda sæti í 100 metra fjórsundi á HM í Helsinki og synti vegalengdina á 55,04 sekúndum, tæpum tveimur sekúndum á eftir sigurvegaranum Peter Mankoc. Örn Keppir til úrslita í 50 metra flugsundi í dag. Sport 10.12.2006 17:28 Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. Enski boltinn 10.12.2006 16:43 AZ og Ajax skildu jöfn AZ Alkmaar og Ajax skildu jöfn 2-2 í toppslag í hollenska boltanum í dag. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Alkmaar í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Alkmaar er í öðru sæti deildarinnar á eftir PSV Eindhoven en Ajax er í því þriðja. Fótbolti 10.12.2006 16:22 Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. Enski boltinn 10.12.2006 15:47 Taylor varði titla sína Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor varði í nótt WBC og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Úgandamanninum Kassim Ouma í heimabæ sínum Little Rock í Arkansas. Taylor reyndi hvað hann gat til að rota andstæðing sinn en það tókst honum ekki og varð hann að láta sér nægja að sigra á stigum. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 10.12.2006 15:26 Örn og Ragnheiður í undanúrslit Örn Arnarson tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra flugsundi á HM í Helsinki og Ragnheiður Ragnarsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi. Örn varð fimmti í undanrásum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um 2/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 23,77 sekúndum. Sport 10.12.2006 15:15 Nelson náði 1200. sigrinum Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni, varð í nótt annar þjálfarinn í sögu NBA deildarinnar til að vinna 1200 leiki á ferlinum þegar lið hans lagði New Orleans 101-80. Aðeins Lenny Wilkens hefur unnið fleiri leiki á þjálfunarferlinum en hann á að baki 1332 sigra og er fyrir nokkru hættur að þjálfa. Körfubolti 10.12.2006 14:27 Quiros sigraði á Dunhill mótinu Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros sigraði nokkuð óvænt á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku sem lauk í dag, en Birgir Leifur Hafþórsson var á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegn um niðurskurðinn. Quiros lauk keppni á 13 höggum undir pari, einu höggi á undan heimamanninum Schwartzel sem hafði forystu allt fram á lokahringinn. Golf 10.12.2006 14:59 Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. Enski boltinn 10.12.2006 14:46 Cisse kátur Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera kátur eins og lítill drengur yfir því að vera loksins farinn að spila á ný eftir enn eitt fótbrotið. Cisse lagði upp mark fyrir Marseille í gær þegar liðið lagði Monaco í frönsku deildinni en hann hafði þá ekki spilað leik síðan í júní. Cisse er á lánssamningi hjá franska liðinu frá Liverpool. Fótbolti 10.12.2006 14:38 Yao Ming kláraði Washington Kínverski risinn Yao Ming fór á kostum og skoraði 23 af 38 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston lagði Washington 114-109 á útivelli í NBA deildinni í nótt. Hann hirti auk þess 11 fráköst og varði 6 skot. Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington í þessum fjöruga leik sem sýndur var beint á NBA TV á Fjölvarpinu. Körfubolti 10.12.2006 14:04 Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. Fótbolti 9.12.2006 23:31 Gott kvöld hjá Íslendingum Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöl og segja má að þar voru íslensku leikmennirnir áberandi eins og svo oft áður. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk og Einar Örn Jónsson 3 þegar hans menn í Minden unnu sjaldgæfan útisigur á Melsungen 27-28. Handbolti 9.12.2006 21:17 Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. Enski boltinn 9.12.2006 20:53 Naldo með þrennu í stórsigri Bremen Leikmenn Werder Bremen voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið malaði Frankfurt 6-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíski varnarmaðurinn Naldo skoraði þrennu fyrir Bremen. Stuttgart lagði Bochum 1-0 og Bayern lagði Cottbus 2-1 með mörkum frá Schweinsteiger og Van Buyten. Fótbolti 9.12.2006 20:34 Mikið fjör í bikarnum á morgun Á morgun hefjast 16-liða úrslitin í Lýsingarbikar karla í körfubolta með fjórum leikjum. Grannliðin Hamar/Selfoss og Þór Þorlákshöfn eigast þá við í Hveragerði klukkan 16 og klukkan 19:15 mætast Keflavík B og Grindavík í Keflavík, Valur og Skallagrímur í Kennaraháskólanum og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum. Körfubolti 9.12.2006 21:25 Gummersbach og Ciudad áfram Íslendingaliðið Gummersbach vann í dag sigur á rússneska liðinu Medvedi 32-29 í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta, en leikið var í Þýskalandi. Segja má að leikurinn hafi verið formsatriði fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar eftir sex marka sigur í útileiknum. Róbert Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach, Guðjón Valur Sigurðsson 7 og varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson 1. Handbolti 9.12.2006 21:05 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. Fótbolti 9.12.2006 20:59 Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. Enski boltinn 9.12.2006 20:25 Juventus á toppinn Juventus smellti sér á toppinn í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Verona 1-0 í dag með marki frá Mauro Camoranesi. Juventus er á toppnum ásamt Bologna með 28 stig, en Napoli getur komist á toppinn á ný með sigri á Cesena á mánudaginn. Fótbolti 9.12.2006 20:18 Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. Enski boltinn 9.12.2006 20:11 Jermain Taylor mætir Kassim Ouma í kvöld Það má búast við hörkubardaga í Little Rock í kvöld þegar Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor tekur á móti Úgandamanninum Kassim Ouma. Taylor hefur helst unnið sér það til frægðar að sigra Bernard Hopkins, en Ouma er sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. Báðir hafa þeir unnið 25 sigra og tapað aðeins einu sinni. Sport 9.12.2006 19:23 Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. Fótbolti 9.12.2006 19:16 Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. Enski boltinn 9.12.2006 19:06 Tottenham burstaði Charlton Tottenham burstaði Charlton 5-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru Hermann Hreiðarsson og félagar sem fyrr í vondum málum í botnbaráttunni. Liverpool burstaði Fulham 4-0 og Newcastle vann góðan 3-1 útisigur á Blackburn. Enski boltinn 9.12.2006 17:05 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 334 ›
Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. Enski boltinn 10.12.2006 19:03
Auðvelt hjá Inter Inter Milan náði í dag 7 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar með auðveldum 3-0 sigri á Empoli, en Roma getur minnkað forskot liðsins með sigri á grönnum sínum í Lazio í kvöld. Hernan Crespo, Zlatan Ibrahimovic og Walter Samuel skoruðu mörk Inter í dag, en vandræði granna þeirra í AC Milan halda áfram eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Torino á San Siro. Fótbolti 10.12.2006 18:47
Örn fékk brons í flugsundi Örn Arnarson úr SH vann í dag til bronsverðlauna á EM í sundi sem fram fer í Helsinki. Örn synti 50 metra flugsund á 23,55 sekúndum og var þetta í þriðja sinn í dag sem kappinn bætir eigið Íslandsmet í greininni. Sport 10.12.2006 18:31
Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Enski boltinn 10.12.2006 17:56
HK skellti Íslandsmeisturunum HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram 32-29 í DHL deild karla í handbolta í Safamýri í dag. Valdimar Þórsson og Tomas Eitutis skoruðu 10 mörk hvor fyrir HK og Egidijus Petkevicius varði 22 skot í markinu en Andri Berg Haraldsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Handbolti 10.12.2006 17:36
Örn náði sjöunda sæti Sundkappinn Örn Arnarsson varð í dag í sjöunda sæti í 100 metra fjórsundi á HM í Helsinki og synti vegalengdina á 55,04 sekúndum, tæpum tveimur sekúndum á eftir sigurvegaranum Peter Mankoc. Örn Keppir til úrslita í 50 metra flugsundi í dag. Sport 10.12.2006 17:28
Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. Enski boltinn 10.12.2006 16:43
AZ og Ajax skildu jöfn AZ Alkmaar og Ajax skildu jöfn 2-2 í toppslag í hollenska boltanum í dag. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Alkmaar í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Alkmaar er í öðru sæti deildarinnar á eftir PSV Eindhoven en Ajax er í því þriðja. Fótbolti 10.12.2006 16:22
Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. Enski boltinn 10.12.2006 15:47
Taylor varði titla sína Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor varði í nótt WBC og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Úgandamanninum Kassim Ouma í heimabæ sínum Little Rock í Arkansas. Taylor reyndi hvað hann gat til að rota andstæðing sinn en það tókst honum ekki og varð hann að láta sér nægja að sigra á stigum. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 10.12.2006 15:26
Örn og Ragnheiður í undanúrslit Örn Arnarson tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra flugsundi á HM í Helsinki og Ragnheiður Ragnarsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi. Örn varð fimmti í undanrásum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um 2/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 23,77 sekúndum. Sport 10.12.2006 15:15
Nelson náði 1200. sigrinum Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni, varð í nótt annar þjálfarinn í sögu NBA deildarinnar til að vinna 1200 leiki á ferlinum þegar lið hans lagði New Orleans 101-80. Aðeins Lenny Wilkens hefur unnið fleiri leiki á þjálfunarferlinum en hann á að baki 1332 sigra og er fyrir nokkru hættur að þjálfa. Körfubolti 10.12.2006 14:27
Quiros sigraði á Dunhill mótinu Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros sigraði nokkuð óvænt á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku sem lauk í dag, en Birgir Leifur Hafþórsson var á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegn um niðurskurðinn. Quiros lauk keppni á 13 höggum undir pari, einu höggi á undan heimamanninum Schwartzel sem hafði forystu allt fram á lokahringinn. Golf 10.12.2006 14:59
Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. Enski boltinn 10.12.2006 14:46
Cisse kátur Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera kátur eins og lítill drengur yfir því að vera loksins farinn að spila á ný eftir enn eitt fótbrotið. Cisse lagði upp mark fyrir Marseille í gær þegar liðið lagði Monaco í frönsku deildinni en hann hafði þá ekki spilað leik síðan í júní. Cisse er á lánssamningi hjá franska liðinu frá Liverpool. Fótbolti 10.12.2006 14:38
Yao Ming kláraði Washington Kínverski risinn Yao Ming fór á kostum og skoraði 23 af 38 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston lagði Washington 114-109 á útivelli í NBA deildinni í nótt. Hann hirti auk þess 11 fráköst og varði 6 skot. Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington í þessum fjöruga leik sem sýndur var beint á NBA TV á Fjölvarpinu. Körfubolti 10.12.2006 14:04
Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. Fótbolti 9.12.2006 23:31
Gott kvöld hjá Íslendingum Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöl og segja má að þar voru íslensku leikmennirnir áberandi eins og svo oft áður. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk og Einar Örn Jónsson 3 þegar hans menn í Minden unnu sjaldgæfan útisigur á Melsungen 27-28. Handbolti 9.12.2006 21:17
Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. Enski boltinn 9.12.2006 20:53
Naldo með þrennu í stórsigri Bremen Leikmenn Werder Bremen voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið malaði Frankfurt 6-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíski varnarmaðurinn Naldo skoraði þrennu fyrir Bremen. Stuttgart lagði Bochum 1-0 og Bayern lagði Cottbus 2-1 með mörkum frá Schweinsteiger og Van Buyten. Fótbolti 9.12.2006 20:34
Mikið fjör í bikarnum á morgun Á morgun hefjast 16-liða úrslitin í Lýsingarbikar karla í körfubolta með fjórum leikjum. Grannliðin Hamar/Selfoss og Þór Þorlákshöfn eigast þá við í Hveragerði klukkan 16 og klukkan 19:15 mætast Keflavík B og Grindavík í Keflavík, Valur og Skallagrímur í Kennaraháskólanum og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum. Körfubolti 9.12.2006 21:25
Gummersbach og Ciudad áfram Íslendingaliðið Gummersbach vann í dag sigur á rússneska liðinu Medvedi 32-29 í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta, en leikið var í Þýskalandi. Segja má að leikurinn hafi verið formsatriði fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar eftir sex marka sigur í útileiknum. Róbert Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach, Guðjón Valur Sigurðsson 7 og varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson 1. Handbolti 9.12.2006 21:05
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. Fótbolti 9.12.2006 20:59
Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. Enski boltinn 9.12.2006 20:25
Juventus á toppinn Juventus smellti sér á toppinn í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Verona 1-0 í dag með marki frá Mauro Camoranesi. Juventus er á toppnum ásamt Bologna með 28 stig, en Napoli getur komist á toppinn á ný með sigri á Cesena á mánudaginn. Fótbolti 9.12.2006 20:18
Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. Enski boltinn 9.12.2006 20:11
Jermain Taylor mætir Kassim Ouma í kvöld Það má búast við hörkubardaga í Little Rock í kvöld þegar Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor tekur á móti Úgandamanninum Kassim Ouma. Taylor hefur helst unnið sér það til frægðar að sigra Bernard Hopkins, en Ouma er sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. Báðir hafa þeir unnið 25 sigra og tapað aðeins einu sinni. Sport 9.12.2006 19:23
Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. Fótbolti 9.12.2006 19:16
Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. Enski boltinn 9.12.2006 19:06
Tottenham burstaði Charlton Tottenham burstaði Charlton 5-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru Hermann Hreiðarsson og félagar sem fyrr í vondum málum í botnbaráttunni. Liverpool burstaði Fulham 4-0 og Newcastle vann góðan 3-1 útisigur á Blackburn. Enski boltinn 9.12.2006 17:05
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent