Íþróttir Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. Enski boltinn 16.12.2006 17:04 Shevchenko er kjölturakki konu sinnar Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, virðist vera búinn að missa allt álit á félaga sínum og fyrrum leikmanni Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Berlusconi segir framherjann vera eins og kjölturakka í höndum konu sinnar. Fótbolti 16.12.2006 16:55 Valur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK. Handbolti 16.12.2006 16:46 Stankovic knattspyrnumaður ársins Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp. Fótbolti 16.12.2006 16:41 Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. Enski boltinn 16.12.2006 16:14 Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. Enski boltinn 16.12.2006 16:01 Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. Enski boltinn 16.12.2006 14:42 Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. Enski boltinn 16.12.2006 14:17 13 sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix Suns hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt þegar liðið lagði Golden State á heimavelli 105-101 og vann þar sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skroaði 25 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw náði fyrstu þrennu sinni í vetur með 21 stigi, 14 fráköstum og 10 stoðsendingum. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Golden State. Körfubolti 16.12.2006 13:58 Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49 Auðvelt hjá Gummersbach Gummersbach skellti sér í kvöld í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með auðveldum útisigri á Balingen 34-26. Guðjón Valur sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach, Róbert Gunnarsson 5 og Guðlaugur Arnarsson 1 mark. Handbolti 15.12.2006 21:39 United fær leikheimild fyrir Fangzhou Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar. Enski boltinn 15.12.2006 21:32 Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25 Rúrik á leið til Valencia? Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins. Enski boltinn 15.12.2006 19:47 Kínverjar Asíumeistarar í körfubolta Kínverjar tryggðu sér í dag Asíumeistaratitilinn í körfubolta þegar lið þeirra lagði Katar 59-44 í úrslitaleik Asíuleikanna. Wang Zhizhi skoraði 28 stig fyrir kínverska liðið og varpaði skugga á ungstirnið Yi Jianlian sem skoraði 8 stig og hirti 15 fráköst, en sá gefur væntanlega kost á sér í nýliðaval NBA næsta sumar. Körfubolti 15.12.2006 19:14 Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03 Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. Fótbolti 15.12.2006 18:15 Kanu fer hvergi Yfirmaður knattspyrnumála hjá Portsmouth, Peter Storrie, segir ekki koma til mála að félagið selji framherjann Kanu í janúar. Fréttir í gær hermdu að framherjinn ætlaði að fara frá félaginu í janúar ef honum yrði boðinn betri samningur hjá öðru liði, en Kanu hefur farið á kostum með Portsmouth í vetur og er óvænt markahæstur í deildinni með 9 mörk. Enski boltinn 15.12.2006 17:11 Allardyce gagnrýnir uppsögn Alan Pardew Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að stjórn West Ham hafi verið aðeins of fljót á sér í að reka Alan Pardew úr starfi knattspyrnustjóra hjá West Ham, en viðurkennir að líklega hafi undraverður árangur liðsins á síðustu leiktíð komið í bakið á stjóranum þegar halla tók undan fæti í vetur. Enski boltinn 15.12.2006 18:09 Ferguson stríðir Mourinho og Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og kollegi hans Jose Mourinho hjá Chelsea, skjóta nú föstum skotum á hvorn annan í fjölmiðlum. Ferguson átti nýjasta skotið í dag þegar hann tjáði sig um nýjustu ummæli Jose Mourinho. Enski boltinn 15.12.2006 17:22 Denver að landa Iverson? Þær fréttir berast nú frá Bandaríkjunum að Denver sé í þann mund að ná í gegn með leikmannaskipti sem myndu færa þeim leikstjórnandann Allen Iverson frá Philadelphia. Fimm lið eru sögð koma að skiptunum og því er haldið fram að málið verði jafnvel klárað í kvöld. Iverson er sem stendur búinn að fá flest atkvæði allra leikmanna í Austudeildinni í Stjörnuleikinn í febrúar nk. Körfubolti 15.12.2006 17:17 Cleveland - Seattle í beinni á Sýn í kvöld Leikur Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. Cleveland hefur unnið fjóra heimaleiki í röð og tíu af tólf alls, sem er besti árangur í Austurdeildinni. Mikil meiðsli eru í herbúðum Seattle sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á keppnisferðalagi á austurströndinni. Körfubolti 15.12.2006 16:45 Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15.12.2006 16:38 Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 15.12.2006 16:32 Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum? Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar. Fótbolti 15.12.2006 16:26 Heimildarmyndin um Jón Pál sló öll met Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa var í dag sæmd viðurkenningu frá útgáfufyrirtækinu Senu eftir að ljóst varð að myndin er aðsóknarmesta heimildarmynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og þegar hafa tæplega fimm þúsund eintök selst af myndinni sem nýlega kom út á DVD. Sport 15.12.2006 16:22 Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15 Ferguson ætlar að snúa við blaðinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að ekki komi til greina að endurtaka klúðrið frá því í fyrra þegar liðið náði aðeins einu stigi gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni en það varð öðru fremur til þess að enska liðið féll úr keppni. Liðin mætast nú í 16-liða úrslitum keppninnar og er Lille talið eitt veikasta liðið í þeim hópi. Fótbolti 15.12.2006 16:09 Við höfum engu að tapa Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi engu að tapa í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að ljóst var að liðið myndi mæta Eiði Smára og félögum í Barcelona í næstu umferð. Fótbolti 15.12.2006 16:01 Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 334 ›
Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. Enski boltinn 16.12.2006 17:04
Shevchenko er kjölturakki konu sinnar Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, virðist vera búinn að missa allt álit á félaga sínum og fyrrum leikmanni Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Berlusconi segir framherjann vera eins og kjölturakka í höndum konu sinnar. Fótbolti 16.12.2006 16:55
Valur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK. Handbolti 16.12.2006 16:46
Stankovic knattspyrnumaður ársins Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp. Fótbolti 16.12.2006 16:41
Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. Enski boltinn 16.12.2006 16:14
Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. Enski boltinn 16.12.2006 16:01
Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. Enski boltinn 16.12.2006 14:42
Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. Enski boltinn 16.12.2006 14:17
13 sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix Suns hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt þegar liðið lagði Golden State á heimavelli 105-101 og vann þar sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skroaði 25 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw náði fyrstu þrennu sinni í vetur með 21 stigi, 14 fráköstum og 10 stoðsendingum. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Golden State. Körfubolti 16.12.2006 13:58
Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49
Auðvelt hjá Gummersbach Gummersbach skellti sér í kvöld í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með auðveldum útisigri á Balingen 34-26. Guðjón Valur sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach, Róbert Gunnarsson 5 og Guðlaugur Arnarsson 1 mark. Handbolti 15.12.2006 21:39
United fær leikheimild fyrir Fangzhou Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar. Enski boltinn 15.12.2006 21:32
Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25
Rúrik á leið til Valencia? Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins. Enski boltinn 15.12.2006 19:47
Kínverjar Asíumeistarar í körfubolta Kínverjar tryggðu sér í dag Asíumeistaratitilinn í körfubolta þegar lið þeirra lagði Katar 59-44 í úrslitaleik Asíuleikanna. Wang Zhizhi skoraði 28 stig fyrir kínverska liðið og varpaði skugga á ungstirnið Yi Jianlian sem skoraði 8 stig og hirti 15 fráköst, en sá gefur væntanlega kost á sér í nýliðaval NBA næsta sumar. Körfubolti 15.12.2006 19:14
Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03
Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. Fótbolti 15.12.2006 18:15
Kanu fer hvergi Yfirmaður knattspyrnumála hjá Portsmouth, Peter Storrie, segir ekki koma til mála að félagið selji framherjann Kanu í janúar. Fréttir í gær hermdu að framherjinn ætlaði að fara frá félaginu í janúar ef honum yrði boðinn betri samningur hjá öðru liði, en Kanu hefur farið á kostum með Portsmouth í vetur og er óvænt markahæstur í deildinni með 9 mörk. Enski boltinn 15.12.2006 17:11
Allardyce gagnrýnir uppsögn Alan Pardew Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að stjórn West Ham hafi verið aðeins of fljót á sér í að reka Alan Pardew úr starfi knattspyrnustjóra hjá West Ham, en viðurkennir að líklega hafi undraverður árangur liðsins á síðustu leiktíð komið í bakið á stjóranum þegar halla tók undan fæti í vetur. Enski boltinn 15.12.2006 18:09
Ferguson stríðir Mourinho og Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og kollegi hans Jose Mourinho hjá Chelsea, skjóta nú föstum skotum á hvorn annan í fjölmiðlum. Ferguson átti nýjasta skotið í dag þegar hann tjáði sig um nýjustu ummæli Jose Mourinho. Enski boltinn 15.12.2006 17:22
Denver að landa Iverson? Þær fréttir berast nú frá Bandaríkjunum að Denver sé í þann mund að ná í gegn með leikmannaskipti sem myndu færa þeim leikstjórnandann Allen Iverson frá Philadelphia. Fimm lið eru sögð koma að skiptunum og því er haldið fram að málið verði jafnvel klárað í kvöld. Iverson er sem stendur búinn að fá flest atkvæði allra leikmanna í Austudeildinni í Stjörnuleikinn í febrúar nk. Körfubolti 15.12.2006 17:17
Cleveland - Seattle í beinni á Sýn í kvöld Leikur Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. Cleveland hefur unnið fjóra heimaleiki í röð og tíu af tólf alls, sem er besti árangur í Austurdeildinni. Mikil meiðsli eru í herbúðum Seattle sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á keppnisferðalagi á austurströndinni. Körfubolti 15.12.2006 16:45
Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15.12.2006 16:38
Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 15.12.2006 16:32
Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum? Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar. Fótbolti 15.12.2006 16:26
Heimildarmyndin um Jón Pál sló öll met Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa var í dag sæmd viðurkenningu frá útgáfufyrirtækinu Senu eftir að ljóst varð að myndin er aðsóknarmesta heimildarmynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og þegar hafa tæplega fimm þúsund eintök selst af myndinni sem nýlega kom út á DVD. Sport 15.12.2006 16:22
Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15
Ferguson ætlar að snúa við blaðinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að ekki komi til greina að endurtaka klúðrið frá því í fyrra þegar liðið náði aðeins einu stigi gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni en það varð öðru fremur til þess að enska liðið féll úr keppni. Liðin mætast nú í 16-liða úrslitum keppninnar og er Lille talið eitt veikasta liðið í þeim hópi. Fótbolti 15.12.2006 16:09
Við höfum engu að tapa Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi engu að tapa í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að ljóst var að liðið myndi mæta Eiði Smára og félögum í Barcelona í næstu umferð. Fótbolti 15.12.2006 16:01
Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent