Viðskipti Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56 Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 9.11.2007 14:42 Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07 Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. Viðskipti erlent 8.11.2007 16:34 Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. Viðskipti erlent 8.11.2007 13:31 Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38 Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14 Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. Viðskipti erlent 8.11.2007 09:35 Risatap hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. Viðskipti erlent 7.11.2007 12:44 Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum. Viðskipti erlent 7.11.2007 10:46 Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 7.11.2007 10:22 Toyota á góðri keyrslu Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Viðskipti erlent 7.11.2007 09:56 Olíuverð í hæstu hæðum Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 7.11.2007 09:24 Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. Viðskipti innlent 2.11.2007 10:06 FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Viðskipti innlent 2.11.2007 08:03 Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:47 Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:42 Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:35 Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2007 16:36 Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. Viðskipti erlent 1.11.2007 15:46 Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 1.11.2007 13:21 Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:24 Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:08 Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. Viðskipti erlent 1.11.2007 09:18 Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 31.10.2007 18:28 Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. Viðskipti erlent 31.10.2007 14:45 Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.10.2007 13:21 Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. Viðskipti innlent 31.10.2007 12:04 Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. Viðskipti innlent 31.10.2007 11:36 « ‹ 49 50 51 52 53 54 55 56 57 … 223 ›
Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56
Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 9.11.2007 14:42
Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07
Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. Viðskipti erlent 8.11.2007 16:34
Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. Viðskipti erlent 8.11.2007 13:31
Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38
Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14
Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. Viðskipti erlent 8.11.2007 09:35
Risatap hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. Viðskipti erlent 7.11.2007 12:44
Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum. Viðskipti erlent 7.11.2007 10:46
Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 7.11.2007 10:22
Toyota á góðri keyrslu Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Viðskipti erlent 7.11.2007 09:56
Olíuverð í hæstu hæðum Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 7.11.2007 09:24
Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. Viðskipti innlent 2.11.2007 10:06
FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Viðskipti innlent 2.11.2007 08:03
Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:47
Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:42
Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:35
Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2007 16:36
Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. Viðskipti erlent 1.11.2007 15:46
Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 1.11.2007 13:21
Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:24
Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:08
Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. Viðskipti erlent 1.11.2007 09:18
Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 31.10.2007 18:28
Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. Viðskipti erlent 31.10.2007 14:45
Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.10.2007 13:21
Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. Viðskipti innlent 31.10.2007 12:04
Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. Viðskipti innlent 31.10.2007 11:36