Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum.
Flestir höfðu reiknað með 3,1 prósents hagvexti.
Vöxtur varð í flestum greinum ólíkt því sem spáð var, að sögn fréttastofu AFP.
Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir fjármálasérfræðingum, að líklega muni hagvöxtur verða nokkru minni á yfirstandandi fjórðungi.