Toyota á góðri keyrslu 7. nóvember 2007 09:56 Toyota Corolla. Toyota er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og gerir ráð fyrir góðum hagnaði á rekstrarárinu öllu. Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira