Viðskipti

Fréttamynd

Bætir mjög stöðu hluthafa

Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiðslukortavelta eykst

Greiðslukortavelta heimilanna hefur aukist verulega á þessu ári, á sama tíma og vanskil einstaklinga og fyrirtækja hjá bönkum og sparisjóðum hafa minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hafa heildarvanskil hjá innlánastofnunum minnkað úr 3,1 prósenti um síðustu áramót í 2,2 prósent eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vanskil lækka

Vanskil einstaklinga og fyrirsækja hjá innlánsstofnunum hafa lækkað á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Vanskil einstaklinga lækkuðu úr 5,5 prósentum um síðustu áramót í 4,6 prósent eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Þá lækkuðu vanskil fyrirtækja úr 2,5 prósentum í 1,7 prósent, á sama tímabili. Vanskil lækkuðu í heild úr 3,1 prósenti í 2,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur af þjónustu aukast

Þjónustugreinarnar eru farnar að nálgast hlutfall gjaldeyristekna sem sjávarútvegur aflar. 3,7 prósentustiga aukning varð á gjaldeyristekjum þjóðarinnar af þjónustustarfsemi í fyrra og var þá 36,6% af heildargjaldeyristekjum. Gjaldeyristekjur sjávarútvegs var 39,5% af heildargjaldeyristekjum á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skriðan ekki farin af stað

Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fengu 400 milljónir í milli

Orkuveitan seldi sjötíu prósenta hlut sinn í Línu.net á 280 milljónir til Og Vodafone. Orkuveitan keypti síðan sex prósenta hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfinu á milli sjö og átta hundruð milljónir króna. Og Vodafone fékk því milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna þegar gengið var frá viðskiptunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Flugstöðvar eykst

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 176 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2004, sem er veruleg hækkun frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 101 milljón króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextir þeir hæstu í Evrópu

Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður MP 420 milljónir

Hagnaður MP Fjárfestingarbanka á fyrri hluta ársins nam 511,7 milljónum króna miðað við 247,7 milljónir allt árið í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 421,4 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skulda skýringar á viðskiptunum

Viðskipti Orra Vigfússonar og Burðaráss með ríflega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka voru undir núverandi gengi bankans. Viðskiptin voru gerð upp á grundvelli framvirks samnings frá því í febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka nú um mánaðamótin niður í 4,35 prósent, sem eru 0,05 prósentustigum lægri vextir en viðskiptabankarnir hafa boðið síðustu daga, og 0,15 prósentustigum lægra en vextir Íbúðalánasjóðs eru nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf lækkuðu um 9 prósent

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féllu hratt í viðskiptum fyrir opnun markaða í gær. Þetta gerðist í kjölfar yfirlýsingar um að endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers væri hætt að starfa fyrir DeCode.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Samherja

Hagnaður Samherja á fyrri helmingi ársins nam um 1.100 milljónum króna, en hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 460 milljónir króna. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.120 milljónum króna, afskrifaðar voru 554 milljónir, en hlutur í hagnaði annarra félaga nam 573 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti niður fyrir tilboð bankanna. Hallur Magnússon segir að samkeppnin á lánamarkaði í dag sé vegna tilvistar Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn sé því ekki óþarfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóður lækkar vexti

Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga í 4,3% úr 4,83% að því er fram kemur á heimasíðu Landsamtaka lífeyrissjóða. Vaxtabreytingin tekur bæði til nýrri sem eldri lána. Í tilkynningunni segir að ákvörðun þessi sé tekin í kjölfar lækkunar á langtímalánum bankanna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efast um bolmagn bankanna

Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði efast um getu bankanna til að bjóða 4,4 prósent vexti. Nefnir sérstaklega Sparisjóðinn. Sparisjóðsstjóri undrast ummælin. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjuskattur lækkar um 1 %

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar.

Innlent
Fréttamynd

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka

Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs lækka um mánaðarmótin og það stefnir í að þeir verði lægri en 4,4 prósenta vextirnir, sem viðskiptabankarnir bjóða. Óvíst er hvort bankarnir grípa til vaxtalækkana í kjölfarið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagnar lækkun vaxta langtímalána

Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóður Hfn í slaginn

Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur nú bæst í slaginn um þá sem þurfa lán til íbúðakaupa. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að hann bjóði nú viðskiptavinum sínum íbúðarlán með 4,4% föstum, verðtryggðum vöxtum til allt að 40 ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Kögunar

Hagnaður Kögunar eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nemur því 174 m.kr. Hagnaður Kögunar á öðrum ársfjórðungi nam 90 milljónum króna samanborið við 43 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra, skamkvæmt hálf fimm fréttum KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varar við lánafylleríi

Ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna varar við lánafylleríi í kjölfar nýrra íbúðalána viðskiptabankanna. Þá undrast hann að enn skuli bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð neytendalán, og segir slíkt hvergi tíðkast nema hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB banki býður íbúðarlán

KB banki býður nú lán til íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar eldri lána. Íbúðalán KB banka bera 4,4 prósent fasta vexti og er lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri áttatíu prósent af verðmæti hinnar veðsettu eignar en sextíu prósent annars staðar á landinu. Lánin eru verðtryggð og bjóðast til 25 eða 40 ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkað um 5,1%

Hagstofan birti í dag launavísitölu fyrir júlí og hækkaði hún um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,1% en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 3,6%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir Landsbankinn Íslandsbanka?

Grunur um að Landsbankamenn hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka þykir hafa styrkst eftir viðskipti morgunsins. Fjárfestingarfélagið Burðarás er nú fimmti stærsti hluthafi Íslandsbanka með fimm og hálfs prósents hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tetra einskis virði

Ný skýrsla frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kemst að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland sé einskis virði og fyrirtækið í raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum en félagið rekur fjarskiptakerfi sem neyðarþjónusturnar á Íslandi notast við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagnaður VÍS

Hagnaður samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2004 nam 1.358 milljónum króna. Samstæða VÍS samanstendur af Vátryggingafélagi Íslands hf, Líftryggingafélagi Íslands hf , Áskaupum ehf, Flutningum ehf og Traustfangi ehf.

Viðskipti innlent