Tekjuskattur lækkar um 1 % 26. ágúst 2004 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira