Tekjuskattur lækkar um 1 % 26. ágúst 2004 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira