
Viðskipti innlent
Vanskil lækka
Vanskil einstaklinga og fyrirsækja hjá innlánsstofnunum hafa lækkað á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Vanskil einstaklinga lækkuðu úr 5,5 prósentum um síðustu áramót í 4,6 prósent eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Þá lækkuðu vanskil fyrirtækja úr 2,5 prósentum í 1,7 prósent, á sama tímabili. Vanskil lækkuðu í heild úr 3,1 prósenti í 2,2 prósent.