Skriðan ekki farin af stað 30. ágúst 2004 00:01 Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira