Viðskipti Exista skráð í Kauphöllina Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu. Innlent 15.9.2006 09:48 Minni verðbólga á evrusvæðinu Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:48 Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:32 Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. Viðskipti innlent 15.9.2006 09:09 Titan hefur senn starfsemi Frosti Bergsson, fyrrum stjórnarformaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsingamarkaði. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Kippur í krónubréf Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mánuðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna varar Actavis við Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Little Falls í New Jersey, einni af fjórum verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Samkeppnismál á ensku Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Háir vextir ekki markmið Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Tafir á afhendingu risaþota? Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu. Viðskipti erlent 14.9.2006 18:00 Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Vanskil í sögulegu lágmarki Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00 Vaxtahækkun á evrusvæðinu Viðskipti erlent 14.9.2006 16:59 Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. Viðskipti innlent 14.9.2006 16:51 Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45 Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey. Innlent 14.9.2006 14:35 Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. Viðskipti innlent 14.9.2006 11:16 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00 KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:44 Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18 Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:09 IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41 Líkur á hækkun vaxta fyrir árslok Viðskipti innlent 14.9.2006 09:29 Minna álag á bréf bankanna Viðskipti innlent 14.9.2006 09:29 Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag Viðskipti innlent 14.9.2006 09:29 Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.9.2006 08:56 Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs. Innlent 14.9.2006 07:47 Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54 Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:35 Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:26 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 223 ›
Exista skráð í Kauphöllina Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu. Innlent 15.9.2006 09:48
Minni verðbólga á evrusvæðinu Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:48
Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:32
Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. Viðskipti innlent 15.9.2006 09:09
Titan hefur senn starfsemi Frosti Bergsson, fyrrum stjórnarformaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsingamarkaði. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Kippur í krónubréf Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mánuðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna varar Actavis við Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Little Falls í New Jersey, einni af fjórum verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Samkeppnismál á ensku Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Háir vextir ekki markmið Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Tafir á afhendingu risaþota? Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu. Viðskipti erlent 14.9.2006 18:00
Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Vanskil í sögulegu lágmarki Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. Viðskipti innlent 14.9.2006 18:00
Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. Viðskipti innlent 14.9.2006 16:51
Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45
Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey. Innlent 14.9.2006 14:35
Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. Viðskipti innlent 14.9.2006 11:16
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00
KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:44
Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18
Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:09
IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41
Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.9.2006 08:56
Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs. Innlent 14.9.2006 07:47
Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54
Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:35
Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:26