Sósíalistaflokkurinn

Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar
Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent.

Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing
Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi.

„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“
Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri.

Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki
Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.

Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst
Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan.

„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“
„Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“

Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing
Íslendingar munu kjósa sér nýtt þing laugardaginn 30. nóvember. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni.

Svona voru kappræður flokksleiðtoganna
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættu í kappræður hjá Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2.

Viljum við frjálshyggju?
Frjálshyggjan var kölluð gamalfrjálshyggja á millistríðsárunum og hafði mjög svo neikvæða merkingu og þangað skyldi aldrei farið aftur með þjóðfélagsþróunina.

Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit
Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun á dögunum. Bréf sem margir örorkulífeyrisþegar þekkja. Bréf sem segir að heimilisuppbótin mín falli niður á þeim forsendum að það búi ungmenni yfir 18 ára aldri á heimili mínu.

Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn?
Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag.

Tvær á toppnum
Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar.

Viljum við sósíalisma?
Ef á að koma á sjálfbæru þjóðfélagi þarf að koma böndum á kapítalismann, setja honum skorður og hverfa frá þessu öfga neyslusamfélagi sem hann hefur leitt til. Eina farsæla leiðin til minnkandi neyslu í þjóðfélaginu er aukin jöfnuður og aukið réttlæti í skiptingu gæða, sem er sósíalismi. Sósíalismi er samfélagskerfi sem leggur áherslu á aukið sameiginlegt eignarhald á framleiðslutækjum og jafnan aðgang að auðlindum og þjónustu.

Lýðheilsa bænda
Bændastéttin er hópur sem hefur gleymst í umræðum um kjaramál. Bændur hafa líka alveg týnst hvað varðar lýðheilsumál, veikinda- og orlofsrétt.

Annarra manna peningar eru peningar okkar allra
Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda.

Til friðarsinna á Íslandi
Það er algjör lágmarkskrafa að stjórnvöld á Íslandi taki afstöðu gegn þjóðarmorði.

Varnarveggur gegn vonbrigðum
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær.

Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar?
Ég fæ ekki réttar greiningar fyrr en ég er 26 og 27 ára. Einhverf og með ADHD. Vá hvað lífið hefði verið léttara ef ég hefði bara fengið að vita þetta fyrr. Ég hefði getað sýnt mér skilning og mildi og fjölskyldan og skólakerfið hefði getað stutt mig með þá erfiðleika sem ég hafði, sem þóttust óeðlilegir að þeirra mati. Ég hefði ekki eytt fjórðung úr öld að hugsa með mér ,,Hvað er eiginlega að mér? Afhverju get ég ekki bara gert þetta eins og allir hinir? Hvernig fer annað fólk eiginlega að þessu? Ég hlýt bara að vera svona ömurleg..’’

Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum
Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu.

Betra plan í ríkisfjármálum
Sósíalistaflokkurinn leggur höfuðáherslu á að tekjuöflun ríkissjóðs verði gerð réttlátari. Það er forsenda þess að hægt sé að stöðva skuldasöfnun ríkisins sem dregur niður lífskjör almennings bæði til lengri og skemmri tíma.

„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“
Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð.

Af hverju að gefa sósíalistum séns?
Það er nefnilega fullt að fólki sem hefur það einfaldlega skítt, nær vart endum saman, húsnæðiskostnaðurinn orðinn ALLT of hár og er hreinlega að sliga fólk, sí hækkandi matar og eldsneytis verð og efnahagslegt umhverfi sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra sem best hafa það, hjálpar heldur ekki til.

Tökum aftur völdin í sjávarútvegi
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina.

Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það
Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum.

Afnemum fátæktina
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti.

Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið
Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn.

Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir aukna skattheimtu af fjármagnstekjum og á þá efnamestu eiga að standa undir gjaldfrjálsum framhalds- og háskólum, gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og upptöku styrkja í stað námslána.

Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu
Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu.

„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“
„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.