Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun